is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24563

Titill: 
  • Tekjustýring. Notkun tekjustýringar hjá flugfélögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tekjustýring er eitt mikilvægasta verkfæri sem fyrirtæki, sem bjóða upp á vöru eða þjónustu sem rennur út eftir ákveðinn tíma, geta notað. Fyrirtæki beita tekjustýringu til að greina og stýra eftirspurn á vöru eða þjónustu. Verðlagning er einn þáttur tekjustýringar en mikilvægt er að verðleggja rétt svo eftirspurn á vörunni eða þjónustunni haldist. Flugfélög hafa beitt tekjustýringu í marga áratugi og hafa fleiri fyrirtæki með svipaðar vörur og þjónustu tekið upp þessa aðferð til að stýra eftirspurn og hámarka tekjur í rekstri.
    Meginmarkmið verkefnisins var að svara spurningunum “Hvað er tekjustýring?" og "Hvernig beita flugfélög tekjustýringu í rekstri sínum?” Til þess að komast að því hvað felst í tekjustýringu verða helstu atriði hennar greind og leitast við að skilgreina hana á sem einfaldastan hátt. Notast var við heimildir um tekjustýringu almennt og hvernig flugfélög hafa beitt henni í gegnum árin. Einnig var tekið viðtal við starfsmann hjá tekjustýringu Flugfélags Íslands í þeim tilgangi að dýpka enn fremur skilning minn á tekjustýringu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-tekjustyring.pdf517.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna