is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24604

Titill: 
  • Langlíf mótefnaseytun B frumna og áhrifavaldar hennar. Lærdómur dreginn af sértækum IgA skorti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Skilningur manna á ferlum sem leiða til mótefnasvars hafa leitt til nýrra meðferðarmöguleika, m.a. í sjálfofnæmi, bólgusjúkdómum, krabbameinum o.fl. Enn eru þó margir þættir óþekktir og mörg skotmörk í ferlinu ónotuð í lækningarlegum tilgangi. Horft hefur verið til þess að nýta sértækan ónæmisskort í mönnum sem náttúrulegt úrfellingar-módel og læra af einkennum og svipgerð þeirra. Sértækur IgA skortur (sIgAD) er algengasti sértæki ónæmisskorturinn í mönnum en hann er skilgreindur sem IgA≤0.07 g/L með eðlilegt IgG og IgM magn í sermi einstaklings eldri en 4 ára. Talið er að um 1:600 Íslendinga séu með skortinn og hafa þeir auknar líkur á sjálfsofnæmissjúkdómum og ofnæmistengdum sjúkdómum og búa því við verri lífsgæði og í sumum tilfellum lífshorfur. Orsakir eru enn ekki fullþekktar en fyrri rannsóknir gefa til kynna færri umskipta B frumur í IgA skorts einstaklingum, en þær frumur seyta IL10 sem er síðan stjórnþáttur í myndun IgA seytandi B frumna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða svipgerð B frumna í sIgAD einstaklingum, langlífa mótefnaseytun þeirra í rækt og áhrif örvunar á langlífi B frumana.
    Efniviður og aðferðir: Einkjarna frumur voru einangraðar úr 12 IgA skorts gjöfum og fimm heilbrigðum viðmiðum með Ficoll-Hypaque aðferð. Þær voru síðan ræktaðar í hitaskáp í æti (IMDM+10% FCS+pen/strep). Frumur voru óörvaðar eða örvaðar með IL10, í styrkjunum 10 eða 100 ng/mL. Vikulega var floti safnað úr ræktunum. Til að meta mótefnamagn í floti og sermi var ELISA aðferðin notuð. Frumuflæðisjá var notuð til að meta magn og gerðir B frumna í þremur einstaklingum rannsóknarinnar með mismunandi svipgerðir.
    Niðurstöður: Niðurstöður benda til einstaklingsbundinnar framleiðslu mótefna í rækt. Magn umskipta B frumna IgA skorts einstaklinga var 1.61% og 0.83% af B frumum samanborið við 6.63% í heilbrigðu viðmiði. Engar IgA plasma-né minnisfrumur sáust hjá IgA skorts gjafa sem myndaði ekki IgA í rækt. Hjá IgA skorts gjafa sem framleiddi IgA í rækt voru IgA plasmafrumur 0.11% af B frumum og IgA minnisfrumur 1.81%. IgA seytun í rækt var til staðar í 25% (3/12) IgA skorts einstaklinga en þó með mismunandi framleiðslumynstri milli og innan einstaklinga hvað varðar styrk og tímalengd seytis. Örvanir með IL10, bæði 10 og 100 ng/mL, höfðu ekki marktæk áhrif á IgA framleiðslu.
    Ályktanir: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mótefnaframleiðsla IgA skorts gjafa er breytileg milli einstaklinga, sem er í samræmi við þá staðreynd að IgA skortur er fjölgena sjúkdómur og orsakir hans breytilegar milli einstaklinga. Lægri fjöldi umskipta B fruma í IgA skorts gjöfum er í samræmi við fyrri niðurstöður rannsóknarhópsins. Fyrri birtar rannsóknir sýna aukna mótefnaframleiðslu með IL10 örvun ásamt öðrum frumuboðefnum en niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir ekki aukningu þegar einungis er örvað með IL10. Sumir IgA skorts einstaklingar höfðu langlífar IgA plasmafrumur in vitro, þó að IgA mældist ekki í sermi, sem þyrfti að greina betur. Einnig væri áhugavert að skoða frekar frumugerðir IgA skorts einstaklinga, sérstaklega m.t.t. fækkunar umskipta B frumum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RakelNathalieKristinsdóttir_LanglifmotefnaseytunBfrumna.pdf897.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna