is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24711

Titill: 
  • Hugsmíðaréttmæti CEAS listans í úrtaki þriggja til sex ára barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil þörf er á matstæki hér á landi og í öðrum löndum sem metur tilfinninga- og hegðunarvanda leikskólabarna með áreiðanlegum og réttmætum hætti. Íslenski atferlislistinn CEAS (Children‘s Emotional Adjustment Scale) er nýtt matstæki sem greinir bæði veikleika og styrkleika í tilfinningaþroska barna. Spurningar listans meta hæfni barna til að þola og takast á við neikvæðar tilfinningar og meta sjálfstraust þeirra í félagslegum aðstæðum. Ný útgáfa atferlislistans CEAS (Children‘s Emotional Adjustment Scale) var prófuð hér í annað skipti fyrir börn á leikskólaaldri, þriggja til sex ára. Fyrri rannsókn greindi frá að CEAS listinn hefði skýra þáttabyggingu og viðunandi áreiðanleika en nauðsynlegt er að athuga stöðugleika þáttabyggingarinnar í sjálfstæðu og stærra úrtaki. Hér var rannsóknin endurtekin með stærra úrtaki. Atferlislisti fyrir styrk og vanda (SDQ; The Strengths and Difficulties Questionnaire) var notaður til samanburðar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 401 mæður leikskólabarna á aldrinum þriggja til sex ára. Mæðurnar fengu könnunina senda með tölvupósti og svöruðu þær henni á netinu. Niðurstöður sýndu að atriði CEAS listans voru normaldreifð og innihéldu enga skekkju. Þáttagreining listans benti til þriggja þátta; skaplyndi, framfærni og geðstilling. Áreiðanleiki þáttanna var á bilinu 0,88-0,94. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að CEAS listinn fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára sé réttmætur og hægt sé að nota listann áfram í framtíðinni til þess að meta líðan leikskólabarna.

Samþykkt: 
  • 24.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Lokaverkefni-EiðurSteindórsson-Lokaútgáfa2.pdf392.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna