is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24713

Titill: 
  • Mannrækt. Heildræn heilsuefling á vinnustöðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukna tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma má rekja til lífsstíls en lífsstíll fólks hefur margvísleg áhrif á sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Talið er að 65% allra dauðsfalla í Evrópu séu vegna langvinnra sjúkdóma og vega þar mest hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki af tegund 2, offita og sumar tegundir krabbameina. Ottawa sáttmáli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar skilgreinir heilsueflingu sem leið til að stjórna og bæta heilsu og gerir ráð fyrir að heilsuefling sé heildræn og nái til allra þátta mannlegrar tilveru s.s. líkamlegra, tilfinningalegra, andlegra, samfélagslegra, menningarlegra og umhverfislegra þátta.
    Markmið rannsóknar var að meta árangur af íhlutun með heildrænni heilsueflingu sem fólst í inngripi næringarfræðings á vinnustað. Árangursmælingar fólust í líkamsmælingum, fæðuvenjum og andlegri heilsu. Um 83% fólks á íslenskum vinnumarkaði er á aldrinum 16-74 ára. Inngrip á vinnustað er talin góð forvörn því hægt er að ná til stórs hóps heilbrigðra einstaklinga í þeim tilgangi að draga úr og fyrirbyggja áhættu á sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum.
    Rannsókn þessi var íhlutun sem stóð í 6 mánuði. Íhlutunin fólst í fræðslu um hollt mataræði, hvatningu til hreyfingar og umræðu um mikilvægi geðræktar. Einnig var boðið uppá ráðgjöf frá rannsakanda með aðferð valdeflingar og skoðuð var ný nálgun við ráðgjöf og lagt fram vinnulag sem byggir á jákvæðri næringarfræði. Þátttakendurnir voru 56 og skiptust í þrjá hópa; íhlutunarhóp 1 sem fékk hópfyrirlestra og fræðslu og einstaklingsráðgjöf og íhlutunarhóp 2 sem fékk hópfyrirlestra og fræðslu en ekki einstaklingsráðgjöf og svo viðmiðunarhóp.
    Niðurstöður rannsóknar sýndu marktækan mun íhlutunarhópanna tveggja á líkamsmælingum, þreki, snerpu og lungnaprófi. Neysla á ávöxtum jókst og köku- og sætindaát minnkaði. Heilsutengd lífsgæði þátttakenda í báðum íhlutunarhópum voru lakari í lok rannsóknar en ekki mældist marktækur munur.
    Íhlutun frá næringarfræðingi á vinnustað skilaði marktækum árangri í átt að betri heilsu. Meta þarf hins vegar þátttakendur betur í upphafi til að spurningalistar nýtist betur. Hvetja þarf til virkari þátttöku í einstaklingsviðtölum svo ráðgjöf verði skilvirkari. Skoða þarf skilvirkar aðferðir sem ná til fjölbreytilegs hóps af fólki því forvarnastarf er mikilvægt til að minnka líkur á langvinnum sjúkdómum með fyrirbyggjandi aðferðum. Þar verða að vinna saman sem heild; stjórnvöld, samfélag, vinnustaðir og einstaklingarnir sjálfir.

  • Útdráttur er á ensku

    Lifestyle choices and health related behaviors are among the greatest contributers to chronic diseases and premature death globally. It is estimated that 65% of all deaths in Europe are due to chronic diseases, most commonly cardiovascular disease, followed by type 2 diabetes, obesity and certain cancers. The Ottawa Charter for Health Promotion highlights the importance of health promotion as a resource for social and developmental means, where individuals become empowered to control the determinants that affect their health.
    Health interventions in the workplace are considered a good preventative strategy as they can reach a substantial number of the working population on multiple levels. In Iceland over 80% of the population between 16-74 years of age are members of the workforce. This study evaluates the effectiveness of an intervention in the workplace using a holistic approach. The intervention took place over 6 months, 56 participants were divided into three groups, intervention group 1, where the participants recieved lectures and group empowerment in addition to individual private counselling, and intervention group 2, which recived only group lectures and group empowerment, and a control group. The intervention lectures and empowerment consisted of lectures on a healthy diet, motivation to exercise and discussions about the importance of mental health. On the individual level, consultations were based on the empowerment approach, using positive nutritional counseling. The parametrics measuring effectiveness were body and bio measurements e.g. weight, body fat, blood pressure, food choices and mental health questionnaires.
    The results of the study showed statistically significant differences in the two intervention groups in terms of body composition, endurance, agility and lung function. Consumption of fruits was also increased while consumption of refined sugars decreased. Health related quality of life in both intervention groups were lower at the end of the study, however statistical significance was not seen. Intervention by a nutritionist in the workplace produced significant results in terms of health. However, assessing participants more individually at the beginning might lead to more effective use of the questionnaires. The intervention also showed that the effects of counselling are greater if it took place at the beginning of the intervention. Preventive work is important to reduce the risk of chronic diseases with a proactive approach. Methods as this one that reach a broad group of people need further investigation. The combination of governmental, community, workplace, and individual counseling is crucial to constructively impact the health and well-being of the workforce.

Samþykkt: 
  • 24.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Reynisdóttir-nytt.pdf4.41 MBLokaður til...30.05.2030HeildartextiPDF