is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24718

Titill: 
  • Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Well-being of patients with chronic obstructive pulmonary disease and priorities in palliative care: Literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Langvinn lungnateppa er algengur sjúkdómur sem hefur mikil áhrif bæði á andlega og líkamlega líðan. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hægt er að meðhöndla þau fjölmörgu einkenni sem honum fylgja. Andþyngsli er algengasta einkennið og hefur það áhrif á marga aðra þætti. Líknarmeðferð hefur ekki verið beitt markvisst við meðhöndlun einkenna hjá þessum sjúklingahópi.
    Tilgangur og markmið verkefnisins var að skoða hvernig einkennabyrði hefur áhrif á líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og hvaða áherslur í líknarmeðferð gætu bætt líðan þeirra. Með því að samþætta fræðilega þekkingu var ætlunin að fá innsýn í líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu vegna einkenna og skoða hvaða áherslur í meðferð gætu bætt líðan.
    Leit var gerð í PubMed, CINAHL og Scopus frá maí 2015 til mars 2016. Skoðaðar voru rannsóknargreinar frá árunum 2011 til 2016 og 19 greinar valdar sem stóðust skilyrði. Greinarnar voru flokkaðar eftir þemum. Greinarnar vörpuðu ljósi á líðan vegna einkenna, óuppfylltar þarfir og líknarmeðferðir fyrir sjúklinga með langvinna lungnateppu. Rannsóknir sýndu að hver sjúklingur glímir við mörg einkenni og fáir njóta fullnægjandi einkennameðferðar. Áherslur í líknarmeðferð miða að því að meðhöndla þarfir sjúklingsins og fjölskyldu hans á heildrænan hátt.
    Einkennabyrði af völdum langvinnrar lungnateppu hefur víðtæk áhrif á líðan sjúklings og fjölskyldu hans. Mikilvægt er að nota heildræna nálgun með stuðnings- og einkennameðferð til að bæta líðan og tryggja öryggi. Með því að létta á andþyngslum eru vísbendingar um að líðan og lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra batni.

Samþykkt: 
  • 25.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Bs.pdf594.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hildigunnur_Urður.pdf310.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF