is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24725

Titill: 
  • „Maður verður allavegana að mæta í hvítu í sitt eigið brúðkaup.“ Umfjöllun um brúðarklæðnað íslenskra kvenna í nútíð og fortíð
  • Titill er á ensku „At least you have to wear white at your own wedding.“ Discussion about Icelandic women's bridal wear in the past and present
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brúðkaup er að margra mati ein stærsta hátíð mannsævinnar með öllum sínum hefðum og helgisiðum. Í þessari ritgerð verður stiklað á stóru yfir helstu brúðkaupshefðir okkar Íslendinga. Áhersla er lögð á brúðarklæðnað íslenskra kvenna og þróun hans í gegnum tíðina. Þá er átt við breytinguna sem varð frá því að konur giftu sig í sínum bestu fötum, sem þær höfðu ef til vill átt áður og notuðu síðan upp frá því á tyllidögum, yfir í hinn hvíta og mikla einnota brúðarkjól. Saga hvíta brúðarkjólsins verður rakin og hefðin fyrir notkun hans könnuð, hefð sem enn í byrjun 21. aldar stendur traustum fótum. Tekin voru viðtöl við sex giftar konur og dregnar upp ástæður kjólavals þeirra. Tvær þeirra kusu að giftast í gráu. Hinar tóku hvítt fram yfir. Helstu niðurstöður eru að þegar kemur að litavali á brúðarklæðnaði eru aðal áhrifavaldar hvort um fyrsta brúðkaup er að ræða og aldur brúðarinnar. Hvít brúðarföt virðast ansi rótgróin hefð hér á Íslandi og má segja miðað við niðurstöður þessarar rannsóknar, að hvítur brúðarkjóll sé orðinn að helgisið hérlendis.

Samþykkt: 
  • 26.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Maður verður allavegana að mæta í hvítu í sitt eigið brúðkaup“ Umfjöllun um brúðarklæðnað íslenskra kvenna í nútíð og fortíð.pdf394.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KristínArna.pdf313.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF