is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24739

Titill: 
  • Fæðingarótti: Fræðileg samantekt
Útdráttur: 
  • Meðganga getur haft í för með sér bæði eftirvæntingu og áhyggjur og geta áhyggjurnar beinst að ýmsum þáttum meðgöngu. Algengastar eru áhyggjur af heilbrigði barnsins og af fæðingunni. Niðurstöður rannsókna bentu til þess að hægt væri að aðgreina kvíða á meðgöngu frá almennri kvíðaröskun og sýndu rannsóknir einnig að kvíði á meðgöngu hefði forspárgildi gagnvart fæðingarþyngd, meðgöngulengd og andlegri líðan eftir fæðingu. Fæðingarótta er hægt að lýsa sem kvíðaröskun eða fælni við fæðingar, eftir því hve alvarlegur óttinn er.
    Markmið þessa verkefnis var að skoða eðli fæðingarótta, tíðni hans, afleiðingar og úrræði, ásamt því að setja hann í samhengi við andlega vanlíðan á meðgöngu. Öflun fræðilegra heimilda fór aðallega fram í erlendum gagnasöfnum og með snjóboltaaðferð og voru flestar greinarnar frá Evrópulöndum. Lögð var áhersla á að finna greinar frá árunum 2006-2016 en einnig reyndist nauðsynlegt að nota eldri greinar.
    Tíðni fæðingarótta í þessari samantekt reyndist vera 2,4-20,8%, mismunandi eftir því hvernig hann var skilgreindur og mældur. Rannsóknir sýndu að samspil virðist vera á milli kvíða, þunglyndis og fæðingarótta. Fæðingarótti getur haft áhrif á fæðingu og samkvæmt rannsóknum voru fæðingar lengri, áhaldafæðingar algengari og tíðni keisaraskurðar hærri hjá konum með fæðingarótta. Rannsakendur veltu fyrir sér hvort, og hvernig, ætti að skima kerfisbundið fyrir fæðingarótta í meðgönguvernd. Ekki er skimað kerfisbundið fyrir fæðingarótta á Íslandi en þjónustan Ljáðu mér eyra er í boði og er hugsuð fyrir konur með erfiða fæðingarreynslu að baki. Yfirstandandi er rannsókn um mat á þjónustunni en erlendar rannsóknir hafa sýnt misvísandi niðurstöður um árangur ráðgjafar og meðferðar við fæðingarótta.
    Upplýsingar sem konur fá um fæðingu þurfa að vera nákvæmar og uppbyggjandi. Þeir sem sinna konum á meðgöngu ættu að hafa að leiðarljósi að efla sjálfstraust kvenna gagnvart væntanlegri fæðingu og efla bjargráð þeirra.

    Lykilorð: fæðingarótti, fæðing, kvíði, meðganga, trú á eigin getu, ráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    Pregnancy can be a time of both anticipation and worry. Women‘s worries during pregnancy can be related to various aspects of pregnancy but most common are worries about the baby‘s health and the birth itself. Studies indicated that pregnancy related anxiety could be distinguished from general anxiety disorder and results also indicated that pregnancy related anxiety was predictive of birth weight, gestational length and postnatal mental health. Fear of childbirth can be described as an anxiety disorder or a phobia of childbirth, depending on the severity of the fear.
    The main objective of this literature review was to examine the nature of fear of childbirth, its prevalence, consequences and resources for treatment. A second objective was to examine the relation of fear of childbirth to mental distress in pregnancy. The gathering of scholarly articles was primarily carried out in foreign databases and with the snowball method. The majority of articles were from European countries. Emphasis was placed on articles from the years 2006-2016, but it also proved necessary to use older articles.
    The prevalence of fear of childbirth in this review was 2,4-20,8%, depending on how it was defined and measured. According to studies, there appears to be a connection between anxiety, depression and fear of childbirth. Studies revealed longer duration of birth and higher prevalence of instrumental deliveries and caesarean sections among women with fear of childbirth. Researchers wondered if and how systematic screening for fear of childbirth should be done in antenatal care. Systematic screening for fear of childbirth is not part of routine antenatal care in Iceland but counselling service is available, aimed at women with a difficult experience of childbirth. This service is currently being evaluated by research but results of foreign studies have revealed divergent results on the effects of counselling and treatment of fear of childbirth.
    The information women receive on childbirth should be accurate and constructive. Caretakers of pregnant women should make a point of improving the women‘s self-efficacy towards childbirth and to help them build useful coping strategies.
    Keywords: fear of childbirth, childbirth, anxiety, pregnancy, self-efficacy, counselling.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olafia_Solveig_Einarsdottir_Faedingarotti.pdf660.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
OlafiaSolveigEinarsdottir.jpg3.63 MBLokaðurYfirlýsingJPG