is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24786

Titill: 
  • Orðaforði tvítyngdra barna. Orðaforðaþjálfun með lestri sögubóka
  • Titill er á ensku The vocabulary of bilingual children. Storybook reading as vocabulary training
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tvítyngi og orðaforðaþjálfun voru viðfangsefni þessarar rannsóknar. Margt bendir til að tvítyngd börn séu ekki verr stödd hvað tungumálakunnáttu varðar en eintyngdir jafnaldrar og að þau hafi jafnvel forskot á einhverjum sviðum. Þó eru tvítyngd börn oft með slakari orðaforða en jafnaldrar þegar hvort málið er skoðað fyrir sig. Slakur orðaforði í því tungumáli sem notað er í skólanum getur haft slæm áhrif á lesskilning og námsárangur.
    Markmið þessarar rannsóknar voru: 1) Að kanna hvort hægt væri að auka orðaforða 5 ára tvítyngds barns með 6 vikna markvissri orðaforðaþjálfun með lestri sögubóka. 2) Athuga hvort orðaforðaþjálfun auki einungis þann orðaforða sem verið er að kenna eða hvort þjálfunin hafi áhrif á almennan orðaforða. 3) Að kanna hvort árangur (ef einhver árangur verður) haldist þegar mælingar verða gerðar mánuði eftir að íhlutun lýkur. 4) Kanna hvort orðaforðaþjálfun af þessu tagi skili sér í betri máltjáningu sem skoðuð er með málsýnum.
    Einliðasnið var notað og einn fimm ára þátttakandi, með íslensku sem annað tungumál, tók þátt í rannsókninni. Þjálfunin fór fram á hverjum degi í sex vikur, um það bil hálftíma í senn. Mælingar voru gerðar fyrir þjálfun, á meðan á þjálfun stóð, strax eftir að þjálfun lauk og loks um mánuði eftir að þjálfun lauk.
    Niðurstöðurnar sýndu að töluverð aukning varð á þeim orðaforða sem kenndur var beint en hins vegar jókst orðaforði lítið sem kenndur var óbeint. Orðaforðaþjálfunin hafði heldur ekki áhrif á almennan orðaforða né skilaði þjálfunin sér í betri mælingum á málsýnum; það er meðallengd segða jókst ekki né heldur jókst heildarfjöldi orða og fjöldi mismunandi orða. Í stuttu máli þá hafi orðaforðaþjálfunin þau áhrif að kunnáttan á markorðaforðanum sem var kenndur beint jókst og sú aukning hélst þegar viðhaldsmælingar voru gerðar um mánuði eftir að íhlutun lauk.  

  • Útdráttur er á ensku

    Bilingualism and vocabulary training were the subjects of this research. Research has shown that bilingualism does not have a bad effect on children’s language skills as some older research had indicated. There are even some indications that bilingual children do better in some tasks than monolingual children. Even so bilingual children often have smaller vocabulary than monolingual children in each of their language, although their conceptual vocabulary may be just as big as monolingual children’s conceptual vocabulary. A small vocabulary in the language used at school can have consequences for children, it can affect their reading comprehension and overall success in school.
    The aims of this study were: 1) To research if a 5 year old bilingual child’s vocabulary could be increased with storybook-reading vocabulary training for six weeks. 2) To research whether this kind of vocabulary training only increases the vocabulary that is being taught or if it has effects on general vocabulary also. 3) To look into whether the increase in vocabulary (if there is an increase) would be maintained a month after the finish of the treatment. 4) To look into whether vocabulary training would lead to better results in language sample measurements.
    Single-subject research design was used and there was one participant, a girl who has Icelandic as a second language and was 5 years and 3 months old when the training began. The training took place everyday for six weeks, around half an hour at a time. Measurements were made before training, during training, right after the training finished and a month after the finish of training.
    Results showed an increase in directly taught vocabulary but a very small gain in the vocabulary that was not taught directly. The vocabulary did neither affect general vocabulary nor did it result in better language samples; it did not increase the mean length of utterances, total number of words and number of different words.
    The main conclusion is that vocabulary training done with storybook-reading can increase knowledge of directly taught vocabulary and results showed that this increase is maintained a month after training is finished.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc.Helga_Hilmarsdóttir.pdf822.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna