is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24805

Titill: 
  • Vindorka - stjórnun hagnýtingar og eignarréttarleg staða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um stjórnun hagnýtingar vindorku og eignarréttarlega stöðu hennar. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er ætlunin að svara þeirri spurningu hvort löggjöf er varðar hagnýtingu vindorku til raforkuframleiðslu sé nægjanlega skýr, einkum með hliðsjón af hlutverki ríkisins með stjórnun auðlindanýtingar og með hliðsjón af þeim hagsmunum sem hagnýtingin kann að varða. Hins vegar er ætlunin að svara þeirri spurningu hver eignarréttarleg staða vindorku er samkvæmt íslenskum rétti en hana er nauðsynlegt að greina til að varpa betra ljósi á hvort stjórnun hagnýtingar vindorku kunni að sæta takmörkunum.
    Leitast er við að skýra eðli og umfang virkjunar vindorku og þá hagsmuni sem virkjun hennar kann að hafa áhrif á. Þá er fjallað um hlutverk ríkisins við stjórnun auðlindanýtingar og stefnumörkun í vindorkumálum. Áður en fjallað er um íslenska löggjöf er varðar vindorku er eignarréttarleg staða hennar greind.
    Helstu niðurstöður eru þær að í fullveldisrétti ríkja til að nýta auðlindir felast einnig skyldur. Slíkar skyldur endurspegla hlutverk ríkisins við stjórnun auðlindanýtingar, sem er meðal annars að tryggja sjálfbæra, hagkvæma og skynsamlega nýtingu á náttúruauðlindum. Ljóst er að lítil stefna hefur verið mörkuð að því er varðar hagnýtingu vindorku hér á landi og talið var rétt að íslenska ríkið myndi marka sér ákveðna stefnu um hagnýtingu vindorku. Greining á eignarréttarlegri stöðu vindorku leiddi í ljós að vindur er óeignarhæfur en talið er að rétturinn til ráðstöfunar og hagnýtingar vindorku fari saman við heimild til ráðstöfunar og nýtingar þeirrar fasteignar, þar sem vindorkuna er að finna, með þeim takmörkunum sem leiða má af lögum og samningum, og að slíkur réttur njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis deals with legislation on the control of utilization of wind power and issues pertaining to ownership. The research question is twofold. On one hand, the goal is to answer the question whether the legislation on the control of utilization of wind power to produce electricity is sufficiently clear, especially with regard to the role of the state with natural resource management and the interests the exploitation may concern. On the other hand, the intention is to answer the question who holds the proprietary rights of wind power under Icelandic law. That is necessary to shed light on whether the legislation on the control of utilization of wind power may be restricted.
    The main aim is to clarify the nature and extent of wind power and the interests wind power utilization may affect. The role of the state regarding management of natural resources is addressed as well as policy making in wind power utilization. Before light is shed on Icelandic law, regarding legislation on the control of utilization of wind power, issues pertaining to ownership of wind power will be analyzed.
    The main conclusion of this thesis is that the sovereign right of states to utilize natural resources also includes obligations. Such obligations reflect the state’s role in the management of natural resources, which include ensuring sustainable, efficient and rational use of natural resources. It is clear that little policy has been adopted in respect of the utilization of wind power and it is considered appropriate that the Icelandic government would formulate a specific strategy for the utilization of wind power. Analysis on the issues pertaining to ownership of wind power revealed that the wind per se can’t be owned but it is concluded that the right to dispose and utilize wind power complies with the authorized use of the property, where the wind power is available, with the limitations which may derive from laws and contracts, and that these rights are protected by Article 72. of the Icelandic Constitution.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vindorka Forsida Brynjolfur.pdf97.07 kBLokaður til...31.10.2040ForsíðaPDF
Vindorka Meginmal Brynjolfur.pdf717.96 kBLokaður til...31.10.2040HeildartextiPDF