is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24848

Titill: 
  • Stofnvistfræði loðvíðis (Salix lanata) í jökulkerjum á Skeiðarársandi
  • Titill er á ensku The population ecology of Salix lanata in kettleholes on Skeiðarársandur, Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loðvíðir (Salix lanata) skipar veigamikinn sess í íslensku gróðurfari. Hann er harðger, þolir vel vind og áfok og er hann oft í hópi frumherja sem nema land snemma í framvindu. Á Skeiðarársandi sunnan Vatnajökuls hefur gróður tekið að vaxa upp frá því um miðja 20. öld og er loðvíðir á meðal þeirra trjákenndu háplanta sem eru einna mest áberandi á sandinum. Jökulker á Skeiðarársandi skapa nánast eina breytileikann í annars flötu landslagi og veita þau einstakt tækifæri til gróðurrannsókna. Markmið þessa rannsóknarverkefnis var að bera saman stofnvistfræði loðvíðis í jökulkerjum og á flatlendi á Skeiðarársandi ásamt því að greina breytingar á þekju milli áranna 2005 og 2015. Mælingar fóru fram í október árið 2015. Helstu niðurstöður voru þær að þekja og þéttleiki loðvíðiplantna var meiri á flatlendi en í jökulkerjum en plöntur í jökulkerjum voru bæði hærri og lengri. Nýliðun reyndist vera marktækt meiri á flatlendi. Milli áranna 2005 og 2015 varð fimmföld aukning í þekju loðvíðis en bæði árin var þekja meiri á flatlendi. Kynjahlutfall reyndist vera 0,57:1, vilhallt kvenplöntum, en einungis var unnt að kyngreina fjórðung plantna. Áhugavert var að loðvíðiplöntur á Skeiðarársandi virðast mun lágvaxnari en víða annars staðar á landinu. Þessar niðurstöður benda til þess að einhverjir umhverfisþættir valdi því að loðvíðiplöntur eiga erfiðara með landnám í jökulkerjum en á flatlendi. Þær plöntur sem hafa náð sér á strik í jökulkerjum virðast þó dafna vel þar sem þær eru að meðaltali stærri en plöntur á flatlendi.

  • Útdráttur er á ensku

    Salix lanata is one of four indigenous willow species found in Iceland. The species is very common and it plays an important role in many ecosystems as well as being often among the early colonizers in primary succession. On Skeiðarársandur in Southeast-Iceland Salix plants are among the most eminent woody species. Skeiðarársandur is a glacial outwash plain that has been formed by glacier water and periodic glacial bursts from under Skeiðarárjökull glacier, a large outlet glacier from Vatnajökull ice cap. Due to warmer climate and glacial recession in the 20th century the floodplain has changed considerably and now vegetation is growing on the previously barren sand. Kettleholes on Skeiðarársandur provide nearly the only topographical variation on the outwash plain and thus are a unique setting for studying vegetation patterns. The aim of this study was to compare the population ecology of Salix lanata in kettleholes and on the flat plain of Skeiðarársandur and to estimate cover changes between 2005 and 2015. The study was carried out in October 2015. Both cover and density of Salix lanata plants were greater on flats than in kettleholes but plants in the kettleholes were bigger. The cover had increased almost five fold since 2005 but at both periods, it was greater on flats. The sex ratio was 0,57 male plant to 1 female plant but only a quarter of all measured plants could be sex determined. Interestingly, Salix lanata plants on Skeiðarársandur appear to be of lower stature than in many other populations in Iceland. These result suggest that some environmental factors are more limiting to colonization of Salix lanata plants in the kettleholes, but the plants already established in the holes seem to thrive better than those on the flat.

Samþykkt: 
  • 2.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgitta_Steingrimsdottir_BS_rannsoknarverkefni.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Birgitta_Steingrimsdottir.jpg373.06 kBLokaðurYfirlýsingJPG