is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24897

Titill: 
  • Listi um hegðun og líðan barna: Mat á hegðun og líðan grunnskólabarna
  • Titill er á ensku Children’s Behavior and Temper Scale Assessment of children’s conduct and temper
Útdráttur: 
  • Frávikalistar eru mikið notaðir við mat á tilfinninga- og hegðunarvanda barna en slíkir listar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera ekki næmir á samspil þroska og hegðunar. Hér er reynt að leysa úr flækjum sem tengjast hefðbundnum frávikalistum með því meta hegðun og líðan út frá atriðum sem tengjast eðlilegum þroska. Listi um hegðun og líðan barna er 29 atriða spurningalisti fyrir foreldra, ætlaður að meta hegðun og líðan barna á þremur samfelldum þáttum. Próffræðilegir eiginleikar listans voru athugaðir í almennu úrtaki mæðra barna (N = 690) á aldrinum 6 – 13 ára. Ásamt því að athuga tengsl þátta listans við tilfinninga- og hegðunarvanda. Úrtakinu var skipt eftir handahófi í tvö úrtök: I (n = 175) og II (n = 515). Atriðagreining var gerð á 29 atriðum í úrtaki I, þrjú atriði uppfylltu ekki skilyrði atriðagreiningar og voru því felld á brott. Þriggja þátta lausn var studd með leitandi og staðfestandi meginásaþáttagreiningu í úrtaki II og voru nefndir eftir inntaki þeirra: 1) Skaplyndi; 2) Félagstilfinning; og 3) Sjálfsagi. Innri áreiðanleiki þáttanna þriggja var viðunandi, alfastuðlar á bilinu 0,86 – 0,93 og fylgni þáttanna var á bilinu 0,51 – 0,61. Samleitni- og sundurgreinandi réttmæti þáttanna þriggja við Spurningar um styrk og vanda (SDQ) er viðunandi. Þættir listans hafa tengsl við vanda barna. Próffræðilegir eiginleikar Lista um hegðun og líðan barna lofar góðu og það er líklega hægt að nota staðhæfingar um eðlilegan tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska til að meta sálmein barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Behavior and symptom checklist are widely used in assessing and diagnosing emotional and behavior problems. They have been criticized for not taking children’s development into account. Here we try to solve common psychometric issues with assessment based on normal development. Children’s Behavior and Temper Scale (CBTS) are 29-item parent-report-scale designed to assess children’s behavior and temper on three continuous dimensions. Psychometric properties of CBTS was examined in a community sample of mothers of children (N = 690) age 6 – 13 years old. The relationship between CBTS and emotional and behavior problem was investigated. The sample was divided at random into two subsamples: subsample I (n = 175) and subsample II (n = 515). Subsample I was used in item analysis on 29 items. Three items did not meet the criteria for item analysis and were removed. Exploratory and confirmatory factor analysis support three factor solution in subsample II: 1) Temper; 2) Social-emotion/moral-emotion; and 3) Self-regulation. Estimate of internal consistency reliability was acceptable, Cronbach’s alphas ranges from 0,86 – 0,93 and the correlation range from 0,51 – 0,61. Convergent and divergent validity of three factors with Strength and Difficulties Questionnaire (SDQ) was satisfactory. The psychometric properties of CBTS show grate promise and the scale covering emotional, social and moral development might prove to be valid in assessment of childhood psychopathology.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listi um hegðun og líðan.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna