is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24953

Titill: 
  • Þvingandi meðferðir í formi nauðungarlyfjagjafa á geðdeildum. Sjúklingar í áhættuhóp
  • Titill er á ensku Coercive treatments in the form of involuntary medication in psychiatric wards. Patients at risk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nauðungarlyfjagjafir geta verið nauðsynlegar til að meðhöndla ofbeldisfulla hegðun sjúklinga á geðdeildum en eru umdeildar. Lítið er vitað um stöðu þekkingar varðandi nauðungarlyfjagjafir á Íslandi. Tilgangur rannsóknar er að varpa ljósi á umfang og tímasetningar nauðungarlyfjagjafa og einkenni sjúklinga sem fá slíka meðferð. Rannsóknin er megindleg lýsandi afturvirk fylgnirannsókn og voru rannsóknargögn fengin úr sjúkraskrám. Úrtak rannsóknarinnar voru allir inniliggjandi sjúklingar á geðdeildum Landspítala almanaksárin 2014 og 2015 (N=2025). Konur voru 977 (48,2%) og karlar 1048 (51,8%). Meðalaldur úrtaks var 39,5 ár (SF=16,08) og spannaði aldur frá 16-88 ára. Úrtakinu var skipt í tvo hópa. Í hópi 1 voru þeir sem fengu nauðungarlyfjagjöf (n=192, 9,5%) og í hópi 2 þeir sem ekki fengu slíka meðferð (n=1833, 90,5%). Heildarfjöldi nauðungarlyfjagjafa var 999 talsins fyrir bæði árin 2014 og 2015. Að meðaltali voru gefnar 41,63 (SF=22,58) nauðungarlyfjagjafir á mánuði á tímabilinu. Niðurstöður sýndu að nauðungarlyfjagjafir voru fæstar klukkan 07.00 (n=9, 0,9%) en flestar klukkan 22.00 (n=114, 11,4%). Einnig voru nauðungarlyfjagjafir fæstar á sunnudögum (n=109, 10,9%) en flestar á föstudögum (n=160, 16,0%). Nauðungarlyfjagjafir voru misjafnar eftir mánuðum, þær voru fæstar í janúar (n=39, 3,9%) og flestar í desember (n=158, 15,8%). Hlutfall karla var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p=0,026) og hlutfall sjúklinga með geðrofssjúkdóm (F20-29) var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001). Hópur 1 var með marktækt fleiri innlagnir og legudaga að meðaltali en hópur 2 (p<0,0001). Ekki kom fram tölfræðilega marktækur munur milli hópanna varðandi aldur og komur á bráðaþjónustudeildir (p>0,05). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til ákveðinna einkenna þeirra sem fá nauðungarlyf og geta nýst til að auðkenna áhættuþætti varðandi nauðungarlyfjagjafir bæði fyrir klíníska þjónustu við sjúklinga og skipulag geðdeilda. Frekari rannsókna er þörf varðandi þvingandi meðferðir á geðdeildum.

  • Útdráttur er á ensku

    Involuntary medication may be necessary to respond to violent behavior in psychiatric settings, but they are controversial. Little is known about the frequency of involuntary medication in Iceland. The aim of this study is to shed light on the extent and time of involuntary medication. The aim is also to study the characteristics of the patients that receive such treatment. This study is a quantitative descriptive retrospective correlation study. Data were obtained from medical records. The sample consisted of all admitted patients at the psychiatric inpatient wards at Landspitali in 2014 and 2015 (N=2025). Women were 977 (48.2%) and men were 1048 (51.8%). The mean age was 39,5 years old (SD=16.08) and the age span was 16-88 years. The sample was divided into two groups. In group 1 were patients that received involuntary medication n=192 (9.5%) and in group 2 were patients who did not receive such treatment n=1833 (90.5%). The total number of involuntary medication was 999 and the average number of involuntary medication per month was 41,63 (SD=22.58) for both years. Results showed that the fewest involuntary medications were at 7 am (n=9, 0.9%) but the most at 10 pm (n=114, 11.4%). The frequency of given involuntary medication was least on Sundays (n=109, 10.9%) and most on Fridays (n=160, 16.0%). The frequency of involuntary medication varied between months. Most involuntary medication were given in December (n=158, 15.8%) and the fewest in January (n=39, 3.9%). Group 1 had proportionally more men than group 2 (p=.026) and the proportion of patients in group 1 with the diagnosis of Schizophrenic disorders (F20-29) was higher than in group 2 (p<.0001). Group 1 had also proportionally more admissions and more patient days than group 2 (p<.0001). The mean age in group 1 was 39.11 (SD 15.56) and in group 2 39.54 (SD=16.14). There was no statistically significant difference between the groups regarding age and visits at the emergency services (p>.05). The results of this study indicate that certain characteristics can be identified for those who receive involuntary medication and can be used to identify risk factors for forced medication, both for patients and for the purpose of ward management. Further research is needed on the use of coercion in psychiatric settings.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þvingandi meðferðir í formi nauðungarlyfjagjafa, sjúklingar í áhættuhóp. Eyrún 2016.pdf994.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Eyrún.pdf256.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF