is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24961

Titill: 
  • Mikilvægi kynfræðslu og áhrif óformlegrar kynfræðslu á kynhegðun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skortur á kynfræðslu leiðir til þess að unglingar eru líklegri til þess að sýna áhættuhegðun þegar kemur að kynlífi. Kynfræðsla innan skóla á Íslandi hefur ekki verið nógu mikil og því hefur óformleg kynfræðsla byrjað að hafa áhrif á mótun viðhorfa og gilda unglinga. Með tæknivæðingu hefur aðgengi unglinga að netinu aukist til muna og er það undantekning nú til dags ef ekki er tölva á heimilinu. Þessi ritgerð fjallar um skort á kynfræðslu og áhrif sem sá skortur hefur á kynhegðun unglinga. Það er ekki aðeins hlutverk skólans að sjá um fræðslu heldur koma margir að því sem kallast óformleg fræðsla. Foreldrar eru ekki síður mikilvægir þegar kemur að fræðslu. Foreldrar miðla upplýsingum sem hafa áhrif á mótun viðhorfa og gilda unglinga sem endurspeglast í heilbrigðari kynhegðun. Margt í umhverfi okkar hefur áhrif á og stýrir okkar hegðun. Unglingar sem ekki eru með fullmótaða sjálfsmynd eru einstaklega viðkvæmir fyrir slíkum áhrifum t.d. frá fjölmiðlum, jafnöldum eða klámáhorfi. Klám ýtir undir það að óábyrt kynhegðun sé eðlileg og unglingar gætu tileinkað sér það viðhorf. Því er hlutverk okkar að fræða unglinga til þess að stuðla að því að þau geti átt eðlileg sambönd við annað fólk.
    Lykilorð: kynfræðsla, klám, kynheilbrigði

  • Útdráttur er á ensku

    Shortage of sex education makes teenagers more likely to show risk behaviour when it comes to sex. Sex education in the Icelandic school system is only a small part of the obligated education. Therefore informal sex education has begun to have a great impact on shaping
    values and beliefs of icelandic teenagers. With the revolution in technology teenagers have more access to the internet and nowadays it is an exception if a home is without a computer with internet access. This thesis will underline the shortage of sex education and the effect it
    has on the sexual behaviour of teenagers. It is not only the schools job to educate students on sexual health. Informal sex education can be sought after in our invironment. Parents play a big role when it comes to educating teenagers about sexual health. Teenagers are very likely
    to possess the same values and beliefs as their parents. Parents who provide their teenages with information about sexual health will promote good values which will reflect in teenagers behaviour. Our invironment shapes us as individuals and controls our behaviour. The identity
    of teenagers is still in the process of forming which makes teenagers sensitive to the mixed messages sent by the media, their peers and pornography. Porn promotes irresponsible sexual behaviour and teenagers who watch porn are likely to replicate the behaviour found in porn. It
    is our responsibility as a society to educate teenagers about the importance and benefits of taking responsibility of their sexual health.
    Key words: Sex education, pornography, sexual health

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-LOKA.pdf377.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna