is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24993

Titill: 
  • Hlutverk í brennidepli : þátttaka, gildi, áhugi á að gegna og mat á eigin frammistöðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hlutverk felur í sér samsömun manns við tilgreinda félagslega og persónulega stöðu og viðhorf og gjörðir sem tilheyra henni. Hlutverk þróast á lífsleiðinni og viðfangsefnin sem þeim fylgja einnig. Þau eru mismikilvæg í augum samfélaga og einstaklinga og áhugi á að gegna þeim er persónulegur. Áhrif samfélaga á gildi hlutverka í augum einstaklinga er ótvíræð þegar fólk veikist eða lendir í slysi minnkar oft færnin til að sinna hlutverkum og það skaðar sjálfsmynd þess. Þá kemur oft til kasta iðjuþjálfa að skapa aðstæður sem ýta undir að viðkomandi geti sinnt mikilvægum hlutverkum og nái stjórn á lífi sínu á ný. Mikilvægt er fyrir iðjuþjálfa að þekkja aðstæður í samfélaginu og gildi hlutverka því það gerir þá betur í stakk búna til að skapa eflandi umhverfi fyrir skjólstæðinga sína. Markmið þessarar rannsóknar er að fá mynd af hlutverkum þátttakenda og ýmsum hliðum þeirra. Hún stýrist af hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO) sem útskýrir hvernig þátttaka verður til við samspil einstaklings og umhverfis. Eftirfarandi spurningar leiddu rannsóknina: (1) Hver eru helstu hlutverk þátttakenda í fortíð, nútíð og framtíð? (2) Hvaða gildi hafa hlutverkin? (3) Hvað af þeim hlutverkum sem þátttakendur gegna ekki núna hefðu þeir áhuga á að gegna nú, gegna í framtíðinni eða hafa alls engan áhuga á að gegna hvorki nú eða í framtíðinni? (4) Hve sáttir eru þátttakendur með frammistöðu sína í núverandi hlutverkum? Spurningar beindust að tíu skilgreindum hlutverkum: Nemandi, starfsmaður, sjálfboðaliði, umönnunaraðili, heimilishaldari, vinur, fjölskyldumeðlimur, þátttakandi í trúarstarfi, tómstundaiðkandi og þátttakandi í félagasamtökum. Til að svara rannsóknarspurningunum var notuð megindleg, lýsandi rannsóknaraðferð. Þátttakendur voru 105 á aldrinum 18-90 ára alls staðar af landinu. Þeir voru valdir með hentugleikaúrtaki og matstækið Hlutverkalistinn 2 lagt fyrir þá ásamt spurningum um kyn, aldur og búsetu. Gagnaöflunin fór fram á tímabilinu 7. mars til 3. apríl 2016. Við gagnagreiningu var forritið SPSS (Statistical Package for the Social Sciences) notað. Helstu niðurstöður sýndu að fjölskylduhlutverkið var það hlutverk sem flestir gegndu í nútíð, hafði mesta gildið og það hlutverk sem allir þátttakendur voru sáttir við frammistöðu sína í. Næst flestir gegndu hlutverki heimilishaldara í nútíð en það var í þriðja sæti hvað varðar fjölda sem fannst það dálítið eða mjög mikilvægt. Þátttakandi í trúarstarfi var hlutverk sem fæstir gegndu í nútíð, það hafði lítið sem ekkert gildi hjá stærstum hópi þátttakenda og fæstir höfðu áhuga á að gegna því hvort sem var nú eða í framtíðinni.
    Lykilhugtök: Hlutverk, gildi, áhugi og frammistaða og líkanið um iðju mannsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Internalized role is the incorporation of a socially and/or personally defined status and a related cluster of attitudes and actions. People see themselves as students, workers, parents, and so on because they recognize themselves as occupying certain status or positions and also because they experience themselves acting as someone who holds these roles. They show expected behaviours that gives the necessary social bearings to act effectively. When people get sick or have an accident their performance capacity is often decreased and their self-image damaged. It is part of the professional services of occupational therapist to help people to rebuild their performance capacity and former roles. It would help the occupational therapists to understand their clients if they had the knowledge of roles enacted in their society, and expectations to role beholders. The goal of this research is to get a picture of roles that participants in this study occupy. The Model of Human Occupation (MOHO) is the conceptual foundation for this study that explains how participation in occupation is the product of interaction between a person and her/his environment. Following questions lead the research: (1) what roles do most people participate in, in the past, present and future? (2) What is the value of roles? (3) Which roles, that participants do not participate in now, would they want to participate in now, in the future or not at all? (4) How satisfied are the participants with their performance in roles they participate in now? The questions ask about ten predefined roles: Student, Worker, Volunteer, Caregiver, Home Maintainer, Family Member, Friend, Hobbyist/Amateur, Religious participant, Participant in organizations. To answer these questions a descriptive, quantitative approach was applied. Convenience sampling was utilized where 105 persons from all over Iceland, 18 to 90 years old, took part. The data was analysed using the computer software Statistical Package for the Social Sciences and descriptive statistics used to describe the results in pictorial and statistical data formats. The results revealed that almost every participant occupied the Family member role, it held the greatest value and all participants were satisfied with their own performance in that role. Home maintainer was occupied by almost as many participants as the Family member and was the third most valued role. The role of Religious participant stood out for poor enactment, lowest value and participants were not interested in participating in that role in the present nor in the future.
    Keywords: Internalized roles, role value, interest in role enactment, satisfaction with role performance, The Model of Human Occupation.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Guðrún Fanney, Jódís Garðarsdóttir og Katrín Aðalsteinsdóttir.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna