is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25018

Titill: 
  • „Enginn er eyland“ : sýn fagaðila á aðkomu aðstandenda og þjónustu við þá í endurhæfingarferli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölskyldumiðuð nálgun er hugmyndafræði sem sér fjölskylduna sem eina heild. Samkvæmt nálguninni líta fagaðilar á fjölskyldumeðlimi sem samstarfsaðila til þess að efla skjólstæðinginn. Fagaðilar fá sjónarhorn allra fjölskyldumeðlima og það gerir skjólstæðing sterkari í endurhæfingarferlinu ef fjölskylda hans tekst á við vandann með honum. Viðfangsefni þessa verkefnis var að kanna sýn fagaðila Grensásdeildar á þátttöku nánustu aðstandenda og þjónustu við þá í endurhæfingu ástvina með heilaskaða. Rannsóknarspurningin sem sett var fram er eftirfarandi: Hvernig lýsa fagaðilar í endurhæfingu þjónustu við aðstandendur fólks með heilaskaða og þátttöku þeirra í endurhæfingarferlinu? Við gerð rannsóknarinnar var notuð eigindleg aðferðafræði. Viðtöl voru tekin við sex fagaðila, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðing, iðjuþjálfa, lækni, sjúkraliða og sjúkraþjálfara. Þeir voru spurðir um aðkomu fjölskyldunnar að endurhæfingu, hlutverk aðstandenda, þjónustu við þá, þeirra reynslu af samskiptunum og framtíðarsýn. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt, að því loknu voru þau greind með vinnulagi grundaðrar kenningar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós sex megin þemu sem voru aðstandendur, fagaðilar skjólstæðingur, samvinna, stuðningur og þjónustuumhverfi. Þessi þemu spila saman og mynda kerfi utan um þjónustuna sem aðstandendum er veitt. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að viðmælendur töldu þjónustuna sem þeir veittu mæta þörfum skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Aðstandendur væru hvattir til þess að fylgjast með þjálfun og taka þátt í henni til að læra aðferðir við að aðstoða ástvin. Viðmælendur voru sammála um að hægt væri að bæta þjónustuna við aðstandendur. Atriði sem þeir nefndu að yrðu til bóta voru m.a. markvissari fræðsla sem beinist sérstaklega að aðstandendum, meiri sálrænan stuðning, frekari eftirfylgd og stærra húsnæði þar sem væri m.a. rými fyrir fjölskylduna til að njóta samvista í næði. Lykilhugtök: Endurhæfing, heilaskaði, aðstandendur, fagaðilar.

  • Útdráttur er á ensku

    Family-centered theory is an ideology that views the family as a unit. According to the theory, health care professionals regard family members as participants in promoting the client. They will get information and opinions from family members when working with the client. The family´s input in facing the problem will then strengthen the client in the therapy process. The aim of this project was to explore the view of health care professionals on the participation of their clients family members and how family members are supported during their loved ones rehabilitation process. The research question presented was the following: How do rehabilitation professionals describe the services provided to family members of individuals with brain injury and their participation in the rehabilitation process. This study was performed using a qualitative research method where a social worker, nurse, occupational therapist, doctor, nurse assistant and physical therapist were interviewed ones. They were asked questions regarding the family’s participation in the rehabilitation process. The interviews were recorded and transcribed ad verbatim followed by an analysis based on grounded theory methodology. The study’s results showed six main themes: the family member, health care professionals, client, co-operation, support and service environment. These main themes work together to form a system around the services provided to family members. The main results were that the participants regarded their service to the client and the family members as appropriate. Family members are encouraged to observe the training and are able to participate when time draws near discharge. This aides the family members in learning the training methods so they themselves can assist their loved ones later on. The participants agreed that service to family members could be improved, especially regarding informative guidance, psychological support, follow up after discharge and spaces’ for the family to gather in private. Key words: Rehabilitation, brain injury, family members, health care professionals.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2021.
Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Enginn er eyland - BS ritgerð.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit - BS.pdf186.68 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá - BS ritgerð.pdf224.57 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna