is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25076

Titill: 
  • Saga grasnytja í Svarfaðardal og Skíðadal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Grasnytjar í Svarfaðar- og Skíðadal eru skoðaðar í sögulegu samhengi og þeirrar spurningar spurt: Hversu útbreiddar grasnytjar voru í Svarfaðardal og Skíðadal fyrr á öldum og allt til dagsins í dag? Einnig er skoðað með hvaða hætti þessar jurtir voru almennt nýttar. Efnið takmarkast við villtar íslenskar háplöntur sem hafa verið nýttar í aldanna rás, auk fjallagrasa.
    Ritgerðin byggist á rannsóknarvinnu sem fólst í rýni á fáanlegum heimildum auk þess sem tekin voru hálf opin viðtöl sem byggja á fyrirframgerðum spurningalista. Dreifing grasnytja í Svarfaðardal og Skíðadal er talsvert mikil en rúmlega 77 tegundir af háplöntum eru til staðar sem flokkast á einhvern hátt sem nytjajurtir. Nýting á þessum jurtum hefur samkvæmt niðurstöðum ekki verið mikil í Svarfaðardal og Skíðadal en mest hefur verið tínt af jurtum til að nota í te og sem krydd en einnig eitthvað í smyrsli. Berjatínsla og nýting á berjum hefur hins vegar verið mjög mikil bæði hér áður fyrr og nú á dögum en Svarfaðardalur og Skíðadalur eru mikil berjalönd. Nýting á fjallagrösum hefur verið talsverð í gegnum tíðina en bæði viðmælendur og fólk sem komið var óformlega að máli við minnist tínslu fjallagrasa og nýtingu þeirra.
    Út frá niðurstöðum má álykta sem svo að almenningur í Svarfaðardal hafi líklega ekki verið að nýta allar þær jurtir sem voru til staðar og samkvæmt Birni teljast til grasnytja. Niðurstöður úr spurningarkönnuninni sýndu að nýtingin hefur náð til þessara jurta sem eru hvað þekktastar sem nytjajurtir eins og vallhumall, blóðberg, krækiber, aðalbláber og bláber en eflaust hafa menn nýtt fleiri jurtir. Fjallagrösin hafa líklega verið nýtt mun meira til forna en nú þegar neysluvenjur Íslendinga breytast fer nýting á fjallagrösum að verða meira til heilsubótar og lækninga. Leiddar eru að því líkur að nýting fjallagrasa aukist því virkni og hollust þeirra er nú í hávegum höfð og víða eru þau seld sem heilsu- og munaðarvara. Samkvæmt samanburði á útbreiðslu tegundanna til forna og stöðu þeirra í dag þá er augljóst að grasnytjategundum hefur ekki fækkað heldur hefur þeim fjölgað. Margt kemur þar til svo sem minnkað beitarálag og breytt landnotkun. Möguleikar á nýtingu jurtanna eru meiri í dag þar sem þekking og rannsóknir á eiginleikum þeirra er aðgengilegri.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudrunAnna_Grasnytjar_BS_2016.pdf1.04 MBOpinnPDFSkoða/Opna