is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25081

Titill: 
  • Skammlotuskógrækt með alaskaösp og áhrif áburðargjafar á hana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðal markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif breytinga á þéttleika og 11 ára árlegrar áburðargjafar á vöxt alaskaaspar (Populus balsamifera L. Subsp. trichocarpa (Torr. & Gray ex
    Hook.) Brayshaw) í 25 ára gömlum tilraunaskógi í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Einnig hvort slík skógrækt hentaði til skammlotuskógræktar (<30 ára lota) og að gera arðsemisútreikninga fyrir hana, þar sem megin afurðin var iðnviðarkurl fyrir Elkem Ísland á Grundartanga.
    Gögnum um trjávöxt og framleiðni var safnað úr 24 rannsóknareitum með þrjá mismunandi þéttleika (10.000 tré/ha, 5.000 tré/ha og 2.000 tré/ha) og sem ýmist fengu árlega
    áburðargjöf (Áb) eða ekki (Ó) frá 2004. Í ljós kom að áburðargjöf með litlum áburðarskammti (33 kg N/ha) kjörblöndu í 11 ár jók meðalvaxtarhraða á árabilinu 2004-2014 um 86%, 157%
    og 185% miðað við óábornar meðferðir, og mældist hann 17,5, 15,7 og 9,4 m3/ha á ári fyrir Áb10.000, Áb5.000 og Áb2.000 sem er mjög hátt. Standandi bolviðarforði (yfir berki) var 236, 184
    og 106 m3/ha í sömu meðferðum, miðað við 133, 76 og 40 m3/ha í Ó10.000, Ó5.000 og Ó2.000. Við samanburð á grunnfleti meðferðanna þá var ljóst að Áb10.000, Áb5.000 og Ó10.000 voru komnir á þann stað í vaxtarferlinum að grisjun eða rjóðurfelling var tímabær við 25 ára aldur, á meðan að hinar meðferðirnar þurftu >30 ár til að ná þeim punkti.
    Brúttótekjur af rjóðurfellingu í mismunandi meðferðum voru metnar á bilinu 0,460 – 4,088 milljónir króna á hektara miðað við að allur nýtanlegur bolviður færi í Elkem kurl (a.m.k. 3 m
    bolir og a.m.k. >6 cm í mjórri enda) og afgangurinn færi í „fínt kurl“. Miðað við það þá skiluðu meðferðirnar Áb5.000 og Áb2.000 hagnaði upp á allt að 355.000 kr./ha og 198.000 kr./ha með ávöxtunarkröfu upp á 3,5%. Það er, skógræktin var efnahagslega sjálfbær og stóð undir öllum stofn- og rekstrarkostnaði landeiganda. Áb10.000 sem hafði mestan viðarforða stóð ekki undir sér vegna hærra hlutfalls mjórra trjáa (lægri nýting í Elkem) og aukins kostnaðar á hvern hektara. Aðrar meðferðir stóðu ekki undir sér fjárhagslega (þ.e. skiluðu ekki jákvæðu hreinu núvirði (NPV)) eftir 25 ára lotu. Ef eingöngu efni í Elkem kurl var tekið út úr skóginum þá stóð engin meðferð undir sér fjárhagslega miðað við framkvæmd skógræktarinnar í Gunnarsholti og gefnar forsendur um kostnaðarliði.
    Endurtekin áburðargjöf með kjörblöndu getur greinilega haft úrslitaáhrif hvort efnahagslega hagkvæmt sé að rækta alaskaösp í skammlotuskógrækt á fyrrum ræktarlandi ef frjósemi er takmarkandi. Arðsemisútreikningar byggja hinsvegar á mörgum forsendum um ræktunina og kostnað við skógarhöggið sem geta haft úrslitaáhrif á hagkvæmnina. Nokkrar slíkar forsendur
    eru skoðaðar nánar í ritgerðinni. Frekari rannsókna er þörf á bæði efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum slíkrar ræktunar.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2015_Jon_Audunn_Bogason.pdf911.8 kBOpinnPDFSkoða/Opna