is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25095

Titill: 
  • Áningarstaðir á Snæfellsnesi (Efnisval og ending)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með aukinni aðsókn ferðamanna hér til lands hefur umfjöllun um áningarstaði aukist. Umræðan hefur gengið út á þá aðstöðu á áningarstöðum sem opinberir aðilar bjóða uppá og hvernig eigi að taka á móti þeim fjölda ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Gæði áningarstaða eru misjöfn og eru sumir staðir betur í stakk búnir til þess að takast á við þessa miklu aukningu en aðrir.
    Fjallað verður almennt um íslenska áningarstaði en einnig verða teknar fyrirmyndir erlendis frá. Skoðaðar verða misjafnar útfærslur: Hönnun, framkvæmd, merkingar og reglugerðir. Sérstök áhersla verður lögð á efnisval og endingu sem tengist rannsóknarspurningunni.
    Athugunarsvæði er Snæfellsnes og tekinn verður fyrir efnisval þeirra og ending, gerð verður í framhaldinu úttekt á fimm áningarstöðum á Snæfellsnesi: Vatnaleið, Kolgrafafjörður, Kirkjufell, Djúpalónssandur og Svalþúfa, staðirnir bjóða upp á m.a bílastæði, bekki, merkingar og salernisaðstöðu. Einnig verður skoðað hvað mætti betur fara í efnisvali og gerðar verða athugasemdir af þessum áningarstöðum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s ritgerð. Þorsteinn Már.pdf3.29 MBOpinnPDFSkoða/Opna