is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2509

Titill: 
  • Spéspegill. Afbygging á hugmyndafræði módernismans í myndlist Ásmundar Ásmundssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um verk íslenska myndlistamannsins Ásmundar Ásmundssonar. Ásmundur er meðal beittustu samfélagsrýna íslenskrar samtímalistar og tekur í mörgum verkum sínum á lífsháttum síðkapítalísks nútímasamfélags. Verk hans eiga því mörg ríkt erindi við íslenskan almenning og ef til vill aldrei eins mikið og nú, í ljósi þeirra hræringa sem átt hafa sér stað innan íslensks þjóðfélags í kjölfar efnahagshrunsins sem riðið hefur yfir heimsbyggðina alla undanfarið. Auk þessa er Ásmundur eitt skýrasta dæmið um starfandi íslenskan myndlistamann sem einbeitt hefur sér að gagnrýni á hugmyndafræðilega og stofnalega umgjörð myndlistar og því mjög áhugavert listfræðilegt rannsóknarefni.
    Hér á eftir verða verk Ásmundar sett í listsögulegt samhengi póstmódernisma og þá einkum greinar svokallaðra afbyggingarsinna innan póstmódernískrar myndlistar. Uppgjör síðustu áratuga við hugmyndafræði módernismans verður í brennidepli og leitast við að draga fram að hvaða leyti skýra megi formræn og fagurfræðileg einkenni verka Ásmundar með tilliti til þess. Rætur póstmódernískrar myndlistar eru hér raktar aftur til upphafs tuttugustu aldar, þegar listhreyfingar sögulegu framúrstefnunnar höfnuðu hugmyndinni um sjálfstæði listarinnar, sem verið hafði ríkjandi í vestrænni myndlist allt frá upphafi myndunar borgaralegs samfélags á 18. öld. Leitast verður við að sýna fram á hvernig Ásmundur framfylgir verkefni framúrstefnunnar með því að viðhalda gagnrýnni spennu milli listar og lífshátta í verkum sínum, um leið og hann hafnar annarri hugmyndafræðilegri arfleifð framúrstefnunar um mátt myndlistar til samfélagslegrar byltingar, upphafningu frumleikans, hugmyndum um línulega framþróun myndlistar og listamanninn sem framvörð nútímamenningar.
    Tvöfeldni er eitt helsta einkenni myndlistar Ásmundar, en að baki háðslegu og jafnvel grallaralegu yfirborði verka hans á sér stað róttækt hugmyndafræðilegt niðurrif, sem hlýtur að teljast nauðsynlegur undanfari hugmyndafræðilegrar endurnýjunar innan myndlistar samtímans.

Samþykkt: 
  • 8.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final_fixed.pdf10.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna