is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25102

Titill: 
  • Sjálfsmat á hæfni hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni. Lýsandi þversniðsrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtíma bráðaþjónustu fyrir sjúklinga sem hafa slasast eða veikst alvarlega og þurfa á hátæknimeðferð að halda sem ekki er hægt að veita á minni stöðum. Oft getur liðið langur tími á milli þess að starfsfólk bráðamóttaka á landsbyggðinni fái sjúklinga í lífsógnandi ástandi sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að þróa og viðhalda hæfni þeirra. Að meta hæfni hjúkrunarfræðinga ætti að vera kjarninn í gæðamati, áætlanagerð og mannauðsstjórnun heilbrigðisstofnana.
    Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína. Niðurstöðurnar munu nýtast sem grunnur fyrir kennslu og þróun starfa þeirra hjúkrunarfræðinga sem vinna með bráð og alvarleg veikindi.
    Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem gerð var í febrúar til apríl árið 2016. Notast var við íslenska þýðingu mælitækisins Nurse Competence Scale (IS-NCS). Mælitækið er finnskt að uppruna og mælir mat á eigin hæfni. Það inniheldur 73 spurningar sem er skipt niður í sjö hæfnisflokka. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga sem vinna á bráðamóttökum og öðrum deildum landsbyggðarinnar og taka á móti og sinna að minnsta kosti 10 bráðveikum eða slösuðum sjúklingum á mánuði. Af þeim svöruðu 52 eða 60%. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði.
    Hjúkrunarfræðingar sem voru með minni en 5 ára starfsaldur mátu hæfni sína lægsta í öllum sjö hæfniflokkunum. Hjúkrunarfræðingar með yfir 20 ára starfsaldur í hjúkrun mátu hæfni sína hæsta í öllum flokkum utan kennslu- og leiðbeinandahlutverka og greiningarhlutverka þar sem hjúkrunarfræðingar með 15,01-20 ára starfsaldur mátu sig örlítið hærra. Marktækur munur var á heildarhæfni hjúkrunarfræðinga með yfir 10 ára starfsaldur í hjúkrun miðað við hjúkrunarfræðinga með styttri starfsaldur. Ekki var marktækur munur eftir starfsaldri á núverandi deild. Hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í hjúkrun mátu sig marktækt hærra í heildarhæfni en hjúkrunarfræðingar með B.Sc. próf. Einnig mátu hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið Basic Trauma Life Support og/eða European Paediatric Life Support námskeiðum, sig marktækt hærra í heildarhæfni miðað við hjúkrunarfræðinga sem ekki höfðu lokið þeim námskeiðum. Ekki var marktækur munur á heildarhæfni hjúkrunarfræðinga sem höfðu lokið Immediate Life Support og Advanced Life Support námskeiðum miðað við hjúkrunarfræðinga sem ekki höfðu farið á þau námskeið.
    Heildarhæfni hjúkrunarfræðinga hækkar með hækkandi starfsaldri og aukinni menntun. Því er ekki síður mikilvægt að halda í starfandi hjúkrunarfræðinga en að ráða inn nýja. Þegar hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni fá ekki reglulega reynslu miðað við hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum í borgum, þá skiptir regluleg þjálfun þess meira máli. Enda sýnir þessi rannsókn að reynslumeiri hjúkrunarfræðingar með hærra menntunarstig telja sig hafa meiri hæfni.

  • Útdráttur er á ensku

    Rural emergency departments are designed to provide short-term emergency care for patients who are injured or become seriously ill and in need of advanced medical treatment that often can not be provided in smaller places. It can often take a long time between medical employees in rural areas to receive patients in life-threatening condition that makes it necessary to develop and maintain their competence. The competence assessment of practicing nurses should be a core function in quality assurance systems, workforce planning and human resource management.
    The purpose of this study is to explore rural emergency nurses´ self-assessment of competence. The results will serve as a basis for teaching and development for nurses who work with acute and serious illness.
    The method used was a cross-sectional descriptive study. A Finnish origin instrument, the Nurse Competence Scale, was used to collect data based on assessment of the subject´s own ability. It contains 73 questions in seven nursing domains. The questionnaire was sent to 87 nurses who work in emergency departments and other wards in rural areas and receive and nurse at least 10 acute ill or injured patients per month. A total of 52 questionnaires were returned, representing a return rate of 60%. The data was analyzed using descriptive statistics.
    Participants with shorter experience than 5 years assessed their competence lowest in all seven domains. Participants with over 20 years experience assessed their competence highest in 5 domains where participants with 10,01-15 years of experience assessed their competence slightly higher in two domains; teaching-coaching and diagnostic functions. There were significant differences in overall competence of participants with over 10 years of experience compared to nurses with shorter experience. There was no significant difference observed between subjects, based on their seniority of the existing ward. Nurses who had completed a higher education in nursing assessed their overall competence significantly higher than nurses with a B.Sc. degree. Nurses who had completed Basic Trauma Life Support and/or European Paediatric Life Support courses assessed their overall competence significantly higher compared to nurses who had not completed the courses. There was no significant difference in overall competence of those who had completed courses in Immediate Life Support and Advanced Life Support compared with nurses who had not participated in on the courses.
    The overall assessed competence increases with length of experience and increased education. Therefore it is very important to maintain the nurse staffing instead of hiring a new ones.
    When nurses in rural areas do not get regular experience compared to nurses in emergency departments in cities, regular training and ongoing education is more important. This follows from the results of this study showing that more experienced nurses with a higher level of education assessed their competence higher.

Samþykkt: 
  • 8.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfsmat á hæfni hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni Lýsandi rannsókn.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Íris.pdf268.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF