is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25153

Titill: 
  • Gæði, magn og vilji - ferðamönnum ylji : hvernig getur Ísland höfðað betur til lúxusferðamanna?
  • Titill er á ensku Quality over quantity in the Icelandic tourism industry : "How can Iceland attract more luxury travellers?”
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangurinn með þessari rannsókn er að skoða lúxusferðaþjónustu á Íslandi og greina hvort tækifæri séu til að mæta þörfum lúxusferðamanna betur en gert er í dag. Ferðaþjónustan er orðin einn af máttarstólpum atvinnulífsins og þótti höfundi áhugavert að skoða þennan markhóp sérstaklega. Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um ferðaþjónustuna í heild og þá markhópagreiningu sem hefur átt sér stað hérlendis. Þá er lúxus skilgreindur og hvað það er sem einkennir lúxusferðaþjónustu. Höfundur tók ákvörðun um að notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir til að fá innsýn inn í reynsluheim þeirra viðmælenda sem fyrir valinu urðu. Tekin voru viðtöl við þrjá reynslumikla aðila í lúxusferðaþjónustu sem hafa fjölbreytilega snertingu við viðfangsefnið. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að lúxusferðamenn hafa gríðarlega sértækar þarfir og óskir og eru tilbúnir til að greiða háar upphæðir fyrir upplifun í sérflokki. Ísland hefur mjög margt fram að færa til lúxusferðamanna og tækifærin eru á hverju strái. En til þess að nýta megi þau tækifæri sem eru til staðar þarf nauðsynlega að bæta innra umhverfi og regluverk ferðaþjónustunnar í heild ásamt því að stuðla að frekari menntun í þjónustugreinum. Við auknar kröfur um skilyrði til menntunar má búast við að þjónustugæði aukist og þjónustuaðilar verði í kjölfarið betur í stakk búnir til að mæta auknum kröfum lúxusferðamanna.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TelmaFjalarsdottir_BS_Ritgerd.pdf4.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna