is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25158

Titill: 
  • Betur sjá augu en auga : eru samskipti mikilvæg í breytingum innan hjúkrunarheimila landsins?
  • Titill er á ensku Two heads are better than one : Is communication important during changes within nursing homes in Iceland?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun starfsmanna á breytingastjórnun innan hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu. Þá er sérstaklega litið til þess hvort samskipti séu mikilvægur hluti í breytingarferli og hvernig starfsmenn upplifa samskipti í þeim breytingum sem þeir hafa tekið þátt í. Í þessari rannsókn er meðal annars horft til breytinga á stjórnun innan hjúkrunarheimila, á húsnæði, starfsmannahaldi eða breyttum starfsháttum.
    Sett var fram ein rannsóknarspurning:
    „Eru samskipti mikilvæg í breytingum innan hjúkrunarheimila landsins?“
    Rætt var við sex starfsmenn hjúkrunarheimila sem gengið höfðu í gegnum breytingar á sínum vinnustöðum. Einstaklingsviðtöl voru tekin við þátttakendur sem síðan voru greind með túlkandi greiningu og sett niður í þemu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að starfsmenn upplifðu skort á samskiptum og upplýsingarflæði. Þeir hefðu viljað taka meiri þátt í breytingarferlinu og vera þannig betur undir breytingarnar búnir. Þá upplifðu viðmælendur vanlíðan og aukið álag í kjölfar breytinga, sem þeir röktu til slakrar undirbúningsvinnu við innleiðingu breytinganna af hálfu yfirmanna.
    Niðurstöður benda til að frekari þörf sé á rannsóknum á þessu sviði. Slíkar rannsóknir geta haft hagnýtt gildi fyrir yfirmenn hjúkrunarheimila sem stefna á breytingar

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to explore the employees perception of change management within nursing homes in the capital area of Iceland. With special emphasize on whether communication is an important part of the change management process and how employees have perceived the level of communcation in the changes they have been involved with. The research will among other things look at changes in management, housing, staff and practices within nurshing homes.
    The research question was:
    “Is communication important during changes within nursing homes in Iceland?”
    During the research six employees of nursing homes were interviewed, all of whom had experienced changes in their workplace. Individual qualitative interviews were done with each participant and then interpretational analysis and coded.
    The research concluded that employees had experienced a lack of communication and information. They would have liked to be more involved in the process which would also have better prepaired them for the changes to come. The participants experienced uncomfort and increased pressure from management during the implementation of the changes.
    The conclusions of this research suggests that further research is needed on the subject and that such research could have practical value for management of nursing homes in the process of implementing changes.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IrisDoggGudjonsdottir_MS_Lokaverk.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna