is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25178

Titill: 
  • Samstarf hagsmunaaðila er lykilatriði í farsælu breytingaferli : sameining leikskóla á Egilsstöðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á haustdögum árið 2011 var ákveðið í fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs að sameina leikskólana Tjarnarland og Skógarland á Egilsstöðum og átti nýr sameinaður leikskóli að taka til starfa haustið 2012. Tilgangur rannsóknar þessarar er að kanna hvernig sameiningarferlið gekk, þ.e. í aðdraganda þess, fyrsta starfsvetur hins nýja leikskóla og hver staðan er í febrúar 2016 að mati hagsmunaaðila. Í fræðilegum kafla er lögð áhersla á stjórnun leikskóla, kvenlæga stjórnun, breytingastjórnun og breytingaferlið þar sem stuðst er við líkan Kotters og möguleg rök fyrir sameiningum leikskóla skoðuð.
    Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study) og voru aðferðir við gagnaöflun nokkrar, eða: tekin voru 5 viðtöl við starfsfólk, 3 viðtöl við stjórnendur, starfsfólk leikskólans svaraði spurningalista en fyrrverandi stjórnendur leikskólanna, fræðslustjóri og fræðslunefndarfulltrúar svöruðu spurningum skriflega.
    Helstu niðurstöður sýna að hagsmunaaðilar eru sammála um að ekki var staðið nógu vel að sameiningunni en meira og betra samstarf við undirbúning og aðdraganda hennar hefði þurft að vera. Sameiningin hafði mikil áhrif á starfsfólk sem upplifði ýmsar tilfinningar allt frá reiði og sorg yfir í tilhlökkun að starfa í nýju umhverfi. Þegar sameiningarferlið er skoðað út frá líkani Kotters má sjá að hvorki tókst að skapa þörf fyrir breytingarnar né að búa til hóp lykilstarfsmanna. Vinna við nýja hugmyndafræði gekk þokkalega og er starfsfólk ánægt með þá hugmyndafræði sem valin var því innan hennar rúmast það besta úr hugmyndafræði gömlu leikskólanna. Mikill mótþrói var á meðal starfsfólks, margir hættu störfum og illa gekk að ná fólki saman fyrstu starfsárin. Helsti ávinningur sameiningarinnar, sem hagsmunaaðilar eru sammála um, er að nú hefur skapast samfella í leikskólastarfi á Egilsstöðum. Þó leikskólinn sé kominn stutt á veg með að festa ýmsar breytingar í sessi er þó komin ákveðin sátt í starfsmannahópinn og flestir horfa bjartsýnir fram á veginn.

  • Útdráttur er á ensku

    In autumn 2011 the Board of Education in Fljótsdalshérað decided to merge two preschools, Tjarnarland and Skógarland, in the town of Egilsstaðir and the new preschool should open in autumn 2012. The purpose of this research is to find out how the merging succeeded, a) leading up to the merging, b) the first school year 2012-2013 and c) how the situation was in February 2016 in the eye of the stakeholders. The first part of the essay is an overview over the theories that the research is based on, these theories are: leading in a preschool, feminine leadership, change management with emphasis on Kotter´s 8 steps for leading change, and a potential argument for merging preschool explained.
    The research is a case study and methods for gathering data were: interviews with teachers and principals (8), all the members of staff answered the questionnaire online. The ex-principals, the Superintendent of Schools and the member of the Education Committee, answered written questions.
    The key findings show that the stakeholders agree that the merging was inadequate and better cooperation between the stakeholders during the preparations and the leading up to the merging would have been required. The merging had a great emotional impact on the teachers, who experienced various emotions, from anger and sorrow to being excited to work in a new environment. When the merger is put into perspective with Kotter´s 8 steps for leading change, it reveals that the leaders were neither able to create a sense of urgency nor build a guiding coalition among the teachers. Forming a strategic vision and have initiative, was fairly successful and the teachers were satisfied with the ideology that was chosen to be the policy of the school, because the ideology of the “old” schools fits within the new one. Oppositional behaviour was considerable among the teachers and it was difficult to build a group sense in the beginning after the merging. The primary benefit of the merging, that the stakeholders agree on, is that continuity is prevailing in preschooling in Egilsstaðir. Even though the change hasn´t become stabilized, the teachers are in more harmony and most of them look optimistic to the future.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MWHSameining.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna