is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25182

Titill: 
  • Kennsla leikskólabarna þegar grunur vaknar um ADHD : viðtalsrannsókn við leikskólakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu, reynslu og viðhorf leikskólakennara á börnum með ADHD og hvernig kennslu þeirra er háttað. ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) er alþjóðleg skammstöfun fyrir röskun í taugaþroska, sem er ein algengasta hegðunarröskun barna og unglinga. Einkennin eru ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Oft glíma einstaklingarnir einnig við mótþróaþrjóskuröskun, hegðunarröskun, kvíða eða þunglyndi, sértæka námserfiðleika, svefntruflanir o.fl.. Um 5% barna og unglinga greinast með ADHD og eru hlutföllin milli kynjanna tveir strákar á móti hverri stelpu. Yfirleitt fá börn ekki ADHD greiningu í leikskóla en þar vaknar oftast grunur um röskunina og kennarar hefja snemmtæka íhlutun (e. early intervention) í kennslu með börnunum. Markmið snemmtækrar íhlutunar er að draga úr og fyrirbyggja frekari erfiðleika barnsins. Þessi rannsókn er eigindleg og voru tekin viðtöl við sex leikskólakennara sem hafa unnið með börnum er sýndu einkenni röskunarinnar. Leikskólakennararnir höfðu jákvæð viðhorf til barna með einkenni ADHD, þó þeim þætti umönnun og vinna með þeim oft erfið. Leikskólakennurunum fannst birtingarmynd einkenna kynjanna ekki vera svo ólík en bera meira á strákum sem hefðu meiri hreyfiþörf. Í leikskólum eru farnar ýmsar leiðir með þessum börnum sem hafa gagnast vel, eins og að vinna í smærri hópum, nota myndrænt skipulag og félagshæfnisögur. Stór partur í lífi barna er að vera í skóla og er barn með ADHD engin undantekning. Kennurunum finnst að skólinn, kennarinn og aðrir starfsmenn skólans verði að vera vel meðvitaðir um stöðu barnanna sem þeir starfa með og er margt innan skólans sem hefur áhrif á hvernig gengi nemanda með ADHD er í skólanum. Kennurunum fannst mikilvægt að auka þekkingu á ADHD, með því að auka fræðslu meðal kennara og barna í leikskólum og í þjóðfélaginu öllu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore the experience of preschool teachers from teaching children with symptoms of ADHD and to gather information on what is done in preschools to aid children with ADHD symptoms. ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) is a developmental neuropsychiatric disorder. The symptoms of the disorder are hyperactivity, impulsiveness and attention deficits, also children with ADHD may have oppositional defiant disorder, conduct disorder, anxiety, depression, specific learn difficulties and sleep disorders.
    About 5% of children and adolescents are diagnosed with ADHD, two boys for every girl. Preschool children are usually not diagnosed with ADHD, but they can show the symptoms while in preschool and teachers begin with early intervention while teaching them. The aim of early intervention is to reduce and prevent further disruptions of the child. This study is qualitative and six preschool teachers were interviewed that had experience of caring for and teaching children with ADHD symptoms. The teachers had a positive attitude towards teaching children with ADHD symptoms, but found it demanding. They felt that the manifestation of gender symptoms were different, especially regarding boys and their urge to be active. In preschools these children have been helped with similar ways as children with other disorders, such as working in smaller groups, graphical arrangements and social skill stories. Big part of children’s life is to be in school and therefore teachers and other employees have to be conscious about the condition of the children that they work with. Many factors inside the school can influence the accomplishments of children with ADHD. The teachers found it to be important to increase their understanding of ADHD with themselves and their collegues, children in preschool and society as a whole.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR0240 -ADHD.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna