is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25184

Titill: 
  • Kennsla nemenda með leshömlun : reynsla og upplifun umsjónarkennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umsjónarkennarar gegna veigamiklu hlutverki við skipulagningu á námi nemenda með leshömlun. Mikilvægt er að kennarar hafi þau bjargráð sem til þarf til að bæta námsárangur, líðan og sjálfstraust nemenda. Í þessari ritgerð er fjallað um reynslu og upplifun umsjónarkennara á kennslu nemenda með leshömlun. Einnig er reynsla kennara tengd við núgildandi menntastefnu sem byggir á hugmyndum um skóla án aðgreiningar. Rannsóknin sem ritgerðin byggir á, fór fram í byrjun árs 2016. Gagnaöflun fólst í að tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl við þrettán kennara í þremur skólum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að reynsla og upplifun kennara af kennslu nemenda hafi breyst til batnaðar á undanförnum árum. Má rekja þær breytingar til aukinnar þekkingar, breytinga á viðhorfum til leshömlunar, aukins framboðs á námsefni og breyttra starfshátta eins og teymiskennslu sem fela í sér aukið samstarf kennara. Í niðurstöðum kemur fram að námsleg staða nemendahópsins hafi styrkst. Hins vegar töldu kennararnir að alltaf mætti gera betur og höfðu þeir áhyggjur af líðan og sjálfstrausti nemendahópsins í ljósi þeirra námsörðugleika sem þeir þurfa daglega að takast á við. Að mati kennaranna er ákveðið álag fólgið í því að kenna og hafa umsjón með nemendum með leshömlun og hefðu kennararnir viljað hafa betri grunn í kennslu nemenda með leshömlun úr kennaranáminu til að byggja kennslu sína á og meiri tíma til undirbúnings. Kennararnir voru meðvitaðir um að reynsla þeirra og upplifun mótaðist af þeim skólagerðum sem þeir starfa í, sérstaklega þeir sem kenndu í fámennari skólunum. Í slíkum skólum hafi aðgreining alltaf verið lítil og auðvelt að vera með sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti. Því hafi ný menntastefna um skóla án aðgreiningar ekki haft miklar breytingar í för með sér hvað varðar kennslu nemenda með leshömlun.

  • Útdráttur er á ensku

    The classroom teacher‘s role in educational planning for students with dyslexia is extremely important. It is important that the teacher has access to the resources needed to improve academic results, increase students’ wellbeing as well as their self-confidence. This essay will examine the experience of teachers who teach students with dyslexia. In addition, the experience of teachers will be connected to the current education policy which is based on ideas of inclusive schools. The essay is based on research which was conducted at the beginning of 2016. Data was collected in three schools by interviewing thirteen teachers in three focus groups.
    The results indicate that the experiences of classroom teachers who teach dyslexic students have improved and have become more positive in recent years. These changes can be attributed to improved knowledge, changes in attitude towards dyslexia, increased availability of teaching materials and changes in teaching practices such as the introduction of co-teaching which involves more cooperation between teachers. Nevertheless, the teachers felt that more could be done and they were particularly concerned about the emotional status and self-confidence of the student group in light of their learning disabilities. In addition, the teachers found it more stressful to teach and take care of children with dyslexia. They would have preferred to have had a better foundation in teaching dyslexic children. More time for preparation would also have been needed. The teachers were aware of that their experience was influenced by the type of school they worked in, especially those who taught in relatively small schools. There had always been less separation in the smaller schools and it had been easier to apply more dynamic and versatile teaching methods, therefore the new policy of inclusive education did not have as big an impact on the education of children with dyslexia.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna