is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25201

Titill: 
  • Notagildi CEAS í skimun á líðan 6 til 12 ára barna
Útdráttur: 
  • CEAS (Children’s Emotional Adjustment Scale) var þróaður til að meta líðan barna á aldrinum 6 til 12 ára. Listinn inniheldur 47 atriði sem mynda fjóra þætti: skaplyndi, kvíðastjórn, skýringarstíll og framfærni. Áherslan er á að meta frávik frá eðlilegum þroska þar sem atriði listans lýsa hæfileika barna til að umbera og ráða við neikvæð tilfinningaviðbrögð ásamt öryggi þeirra í félagslegum aðstæðum. CEAS var þannig þróaður til að mæla hugsmíðar sem snúa ekki aðeins að frávikum í hegðun heldur einnig heilbrigð tilbrigði af sömu hegðun. Megin markmið rannsóknarinnar var að skoða notagildi CEAS í skimun á líðan barna á aldrinum 6 til 12 ára í almennu úrtaki. Undirmarkmið rannsóknarinnar var að skoða þáttabyggingu og próffræðilega eiginleika CEAS. Þátttakendur voru alls 718 mæður sem svöruðu þremur matslistum, það er CEAS, SDQ og RCADS-P. Þáttagreining studdi fjögurra þátta byggingu CEAS: skaplyndi, kvíðastjórn, skýringarstíll og framfærni. Áreiðanleikastuðlar fyrir þættina voru allir yfir 0,90 og þættirnir höfðu marktæka fylgni við undirkvarða SDQ og RCADS-P sem gefur vísbendingar um samleitniréttmæti listans. Börn sem voru 1,5 staðalfrávikum frá meðaltali á SDQ voru einnig með marktækt lægri stig á CEAS. Jafnframt sýndu niðurstöður að listinn gagnast vel þegar finna á börn með vanda á hagkvæman hátt samanborið við aðra matslista. Þátturinn kvíðastjórn nýtist best þegar finna á börn með innhverfan vanda og almenna kvíðaröskun. Þátturinn skýringarstíll nýtist best þegar finna á börn með þunglyndi, innhverfan- og heildarvanda. Þátturinn skaplyndi nýtist best þegar finna á börn með úthverfan- og heildarvanda. Þátturinn framfærni nýtist síst af þáttunum til að aðgreina á milli barna með og án vanda. Almennt gefa niðurstöður til kynna að CEAS sé gagnleg viðbót við þau mælitæki sem til eru þegar meta á líðan barna á aldrinum 6 til 12 ára.

  • Útdráttur er á ensku

    CEAS (Children’s Emotional Adjustment Scale) was designed to assess children´s emotional wellbeing aged 6 to 12. The scale consists of 47 items which forms four factors: temper control, anxiety control, mood repair and social assertiveness. The focus is on deviation from normal development where the items of CEAS describe children’s abilities to tolerate and manage negative emotional reactions, as well as their confidence in social situations. In this way, CEAS was designed to measure constructs that cover not only the maladaptive range of behaviours but also healthy variations of those same behaviours. The main goal of the present study was to evaluate the effectiveness of the CEAS in screening for children’s emotional wellbeing aged 6 to 12 in a community sample. The subgoal was to evaluate the factor structure and the psychometric properties of the CEAS. The sample consisted of 718 mothers who answered three rating scales, CEAS, SDQ and RCADS-P. Factor analysis supported the hypothesized four-factor structure of the CEAS: temper control, anxiety control, mood repair and social assertiveness. Cronbach’s alphas for the factors were all above 0.90 and the factors had signifant correlation with all SDQ and RCADS-P subscales which gives evidence of the convergent validity of the instrument. Children who were 1,5 standard deviation from the mean on SDQ had also significantly lower scores on the CEAS. The results also showed that CEAS is useful for finding children with problems in a cost-efficient way, compared to other rating scales. The factor anxiety control is most useful for finding children with internalizing problem and generalized anxiety disorder. The factor mood repair is most useful for finding children with depression, internalizing problem and total difficulties. The factor temper control is most useful for finding children with externalizing problem and total difficulties. The factor social assertiveness was least useful for distinguish children with and without a problem. Overall, the results offer support for that CEAS is useful addition to instruments, who asess children’s emotional wellbeing aged 6 to 12 years old.

Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
cand.-psych.-lokaritgerð.pdf857.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna