is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25220

Titill: 
  • Breyttar áherslur í íslenskukennslu á unglingastigi : hugmyndir kennara um markvissar leiðir til árangurs í íslenskukennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessa meistaraprófsverkefnis er íslenskukennsla á unglingastigi í grunnskóla með áherslu á undirþættina málfræði, bókmenntir og lestur. Þar sem þessir þættir hafa verið fyrirferðarmestir í íslenskukennslu í grunnskóla var ákveðið að skoða hvernig staðið er að kennslu þeirra. Megintilgangur verkefnisins er því að varpa ljósi á hvað íslenskukennarar á unglingastigi telja vera árangursríkast í kennslu sinni og hvaða kennsluaðferðir og námsefni þeir notast helst við. Rannsakanda þótti forvitnilegt að kanna hvernig staðið er að þessari kennslu en niðurstöður gætu nýst honum, auk annarra, í framtíðarstarfi sem íslenskukennari í grunnskóla.
    Rannsóknin er eigindleg þar sem gagna var aflað með hálfopnum einstaklingsviðtölum við sjö íslenskukennara í tveimur sveitarfélögum á landsbyggðinni. Notast var við viðtalsramma með hálfopnum spurningum þar sem svarkostir voru ekki fyrirfram ákveðnir. Þannig gafst þátttakendum kostur á að lýsa reynslu sinni og það gerði rannsakanda mögulegt að skyggnast inn í hugarheim íslenskukennarans.
    Helstu niðurstöður leiða í ljós að íslenskukennarar á unglingastigi reyna að kenna íslenskuna sem heildstætt viðfangsefni. Aðaláherslan er lögð á lestur og ritun en málfræðin fær minna vægi. Það segir okkur að áherslurnar hafa breyst. Kennarar hafa upp til hópa dregið úr málfræðikennslu og hafa miklar áhyggjur af stöðu lestrar, lesskilnings og orðaforða unglinga. Þeir telja að lesturinn þurfi að koma á undan öllu öðru því að hann sé að miklu leyti undirstaða alls náms. Mestur árangur hlýst ef nemendur eru virkir í kennslustundum, þeir vinna saman og kennarinn er einna helst í hlutverki leiðbeinanda. Þá segjast þeir reyna eftir fremsta megni að nota fjölbreyttar og áhugahvetjandi kennsluaðferðir og eyða miklum tíma í undirbúning kennslu auk þess sem þeir telja sig vera óhrædda við að prufa mismunandi kennsluaðferðir og námsefni.

  • Útdráttur er á ensku

    The present Master´s thesis seeks to explore the teaching of Icelandic in secondary school, with an emphasis on grammar, literature and reading. These have long been the main components of Icelandic teaching in primary and secondary schools, and are therefore the chosen subjects for this research. The main purpose is to shed a light on what teachers of Icelandic consider to be the most effective way of teaching, as well as which methods and materials they use. The researcher found this to be an interesting subject, and the findings might benefit him as an Icelandic teacher in the future, as well as others.
    This is a qualitative research, data was gathered by way of half-open individual interviews with seven teachers of Icelandic in two districts in Iceland. The questions were half-open, with no answer choices, thus allowing the participants to describe their experiences freely, which again enabled the researcher to gain insight into the mind of the Icelandic teacher.
    The findings point to teachers of Icelandic in secondary schools trying to teach the subject in a comprehensive manner. Main focus is on reading and writing, with less emphasis on grammar, which tells us that the focus has shifted from what it used to be. Most teachers have cut back on grammar, they worry greatly about the status of reading, reading comprehension and vocabulary of their students. They consider reading of the utmost importance, as it is the basis for all other studies. They consider the learning process most effective if the students play an active part in the lesson, they work together and the teacher´s role is that of a guide. The teachers also say they strive to use varied and interesting teaching methods, they spend a lot of time preparing their lessons and regard themselves as being open to new methods and materials.

Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SagaJohannsdottir_KennaradeildHA_Vor2016.pdf904.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna