is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25221

Titill: 
  • Hefur andleg líðan áhrif á brottfall úr framhaldsskólum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi er mikið miðað við önnur lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Brottfall getur haft alvarlegar afleiðingar á líf einstaklinga og skert lífsgæði þeirra til muna. Einstaklingar sem hafa fallið brott úr skóla eru líklegri til þess að fá lægri laun, vera atvinnulausir og búa við skerta heilsu. Til þess að sporna við brottfalli hefur Mennta- og menningamálaráðuneytið einblínt á að efla læsi unglinga. Að sjálfsögðu er mikilvægt að unglingar geti lesið svo þeim gangi vel í skóla og í lífinu almennt. En fleiri ástæður eru fyrir brottfalli en léleg lestrargeta. Þar á meðal er andleg vanlíðan. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir þunglyndi og kvíðaröskunum en það eru eru algengustu geðraskanirnar sem unglingar greinast með. Af kvíðaröskunum er sjónum sérstaklega beint að almennri kvíðaröskun og félagsfælni. Geðraskanir geta gert einstaklingum erfitt fyrir að stunda daglega iðju sína, þar með talið nám. Þó að margar ástæður geti legið að baki brottfalli nemenda úr framhaldsskólum, er sjaldan um skyndiákvörðun að ræða þegar unglingur ákveður að hætta í skóla. Þar sem margir unglingar glíma við andlega erfiðleika er mikilvægt að átta sig á mögulegu áhrifum þeirra á námsframvindu og leita lausna við vandanuma. Í þessu verkefni er fjallað um ábyrgð skólanna í þessum efnum og greint frá úrræðum sem nemendur, foreldrar/forráðamenn, starfsfólk skólanna og aðrir geta nýtt sér til þess að bregðast við eða sporna við þunglyndi og kvíða meðal unglinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Dropout rates from upper secondary schools in Iceland are high relative to countries we tend to compare ourselves with. Dropout from school can have serious consequences on an individual’s life. Students who drop out of school are more likely to receive lower wages, to be unemployed and to suffer health problems. In an attempt to lower dropout rates, the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture has focused heavily on increasing literacy among adolescents. Of course it is important that adolescents can read in order to perform well in school and in life in general. However, there are other reasons why adolescents drop out of school and one of them is mental distress. This paper will examine depression and anxiety disorders, which are the most commonly diagnosed mental disorders among adolescents. In particular, the paper will address generalized anxiety disorder and social anxiety and report
    their main characteristics. The symptoms of these disorders can make it
    difficult for people to conduct their daily pursuits, including education. While many reasons may lie behind dropout of students from upper secondary schools, an adolescent’s decision to leave school is rarely made in haste. Because many adolescents struggle with mental distress, it is important to understand how it may influence dropout from upper secondary schools and also explore potential countermeasures. This paper will also discuss resources which students, parents / guardians, school staff or others can use in order to counter depression and anxiety among adolescents.

Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal 6 júní word.pdf900.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna