is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25223

Titill: 
  • Nám í framhaldsskóla fjarri heimabyggð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaritgerð til M.Ed.-prófs í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvað það er sem ræður framhaldsskólavali 10. bekkinga sem þurfa að sækja framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Fjallað er um það nám sem í boði er í framhaldsskólum og fjölda þeirra nemenda sem sækja framhaldsskóla, skoðað hvað það er sem ræður áhuga og trú unglinga á eigin getu, hvatning foreldra og hver kostnaður er vegna náms í framhaldsskóla fjarri heimabyggð.
    Rannsóknin var viðtalsrannsókn. Viðtöl voru tekin við sex nemendur í 10. bekk grunnskóla og fjóra nemendur sem stunda nám við framhaldsskóla. Viðtölin snérust um hvað það er sem ræður framhaldsskólavali 10. bekkinga sem sækja þurfa framhaldsskóla fjarri heimabyggð og voru svör nemenda í 10. bekk borin saman við svör framhaldsskólanemenda. Einnig var horft til hvatningar foreldra, trúar nemenda á eigin getu og kostnaðar vegna náms í framhaldsskóla fjarri heimabyggð.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ekki er hægt að segja að það sé eitt fremur en annað sem ræður því í hvaða framhaldsskóla þeir nemendur fara sem sækja þurfa framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Svo virðist sem þeir kjósi þó frekar að sækja framhaldsskóla sem er næstur þeirra heimabyggð en að fara lengra til, þó svo að í boði sé heimavist við þá skóla eða þeir eigi aðstandendur sem þeir geti búið hjá. Niðurstöður við þeim tveimur aukaspurningum sem lagt var upp með sýndu annars vegar að allir þátttakendur fengu hvatningu frá foreldrum sínum í námi og upplifa hana mjög jákvæða. Hins vegar kom í ljós að foreldrar ræða við unglinga sína um þann kostnað sem það felur í sér að sækja framhaldsskóla fjarri heimabyggð.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a final thesis for M.Ed. degree in magister education science at the University of Akureyri. The aim of the thesis is to evaluate the reasons behind 10th graders' choice of secondary education if only available outside their own area. The thesis covers the education on offer at secondary level and the number of students that apply for secondary education as well as looking at what reasons lie behind the choice of schools, the faith students have in their own abilities, parental encouragement and what the costs are of seeking education outside your own area. The research is interview-based. Six 10th grade students were interviewed as well as four students attending secondary education. The interviews focused on the motivation behind the choice of secondary school outside the students' own area and a comparison is made between the answers of the 10th grade students and the secondary school students. The research also looks into the encouragement provided by parents, students' belief in their own
    abilities and the cost of seeking education outside one’s own area.
    The results show that no one reason dominates the decision making process when it comes to applying for a secondary school outside students' own area. They suggest, however, that students prefer going to the secondary school closest to home rather than one that is further away, even though it offers a dormitory or there is a relative living in the vicinity that offers accommodation. The results gleaned by the two extra questions posed showed that all the participants were encouraged by their parents to go on to secondary education and that they all perceived that encouragement as positive. Also, the questions revealed that parents included their teenage children in the discussion regarding the cost of attending school outside the area.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 11.6.2026.
Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Sjöfn M - Fjarri heimabyggd.pdf717.92 kBLokaður til...11.06.2026HeildartextiPDF