is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25229

Titill: 
  • Mat á orkuþörf og vinnslubúnaði í nýjan frystitogara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur flakafrystitogurum fækkað töluvert á Íslandi vegna rekstrarumhverfis en nú hefur umhverfi frystitogara lagast til muna. Tækniframfarir og rannsóknir á vinnslutækni og aflameðhöndlun hafa verið miklar síðastliðin ár. Í dag eru kröfur til gæða hráefnisins, nýtingu auðlinda hafsins og orkunýtingu skipa miklar, það getur því verið vandasamt verk að sameina alla þessa þætti þannig að góður árangur náist. Í þessari ritgerð er lagt mat á hvaða vinnslubúnað þarf og orkuþörf hans til að hámarka gæði og ná settri frystigetu um borð í nýjum frystitogara. Sett eru upp tvo vinnslutilfelli þar sem talið er að það reyni mest á afkastagetu á vinnsludekki, þorskveiðar í Barentshafi (vinnslutilfelli A) og á karfaveiðum við Ísland (vinnslutilfelli B). Fjallað er um hvernig hægt er að hámarka gæði fisks, hvaða búnað þarf til þess ásamt frystingu, tengdum búnaði og orkuþörf hans. Niðurstöður eru byggðar á viðtölum við sjómenn sem starfa á flakafrystitogurum hjá HB Granda ásamt viðtölum við stjórnendur, millistjórnendur og sölustjóra. Forsendur verkefnisins voru:
     Frystigeta 100 tonn af fisk upp úr sjó á sólarhring.
     27 menn í áhöfn en þegar skipið væri á heilfrystingu þá væru 24 menn.
     Stærð millidekks er 550 m 2.
    Helstu niðurstöður voru að orkuþörf í vinnslutilfelli A væri 570,9 kW og í vinnslutilfelli B væri orkuþörfin 409,9 kW. Til þess að hámarka gæðin á fisknum sem kemur um borð þarf að hafa rafstuðstæki sem lamar fiskinn áður en hann kemur að hausurum, það þarf 3 hausara til að ná miklum afköstum í karfaveiðum (vinnslutilfelli B). Fyrir vinnslutilfelli A þarf mjög öflugt RSW kælikerfi sem kælir aflann hratt. Vatnsskurðarvél ásamt pökkunarflokkari frá Marel fara betur með fiskinn og auka afköst til muna því þá þarf færri menn í sn yrtingu. 4 láréttir sjálfvirkir plötufrystar sjá svo um að frysta afurðirnar. Þeir geta samtals fryst um 108 tonn á sólarhring. Þetta verkefni ætti HB Grandi að geta nýtt sér við bestun og við ákvarðanatöku á vinnslubúnaði og fyrirkomulagi sem stuðlar að bættum gæðum, auknum afköstum og lágmarks orkuþörf um
    borð í frystitogurum.
    Lykilorð: Orkuþörf, vinnslubúnaður, flakafrystitogari, gæði, frystigeta

  • Útdráttur er á ensku

    This project examines what processing equipment is needed on board a new frozen at sea filleting trawler to preserve the quality of the fish and maximizing the freezing capacity followed by an estimate of energy demand on the processing deck. Two different processing situations that are estimated to be the most demanding for the factory are used. Situation A – heavy cod fishing in the Barents Sea and situation B – heavy redfish fishing in Icelandic waters. The conclusion is based partly on interviews with fishermen that work on HB Grandi freezer trawlers and also interviews with directors, fleet manager and sales manager.
    The specifications for the project:
     Freezing capacity of 100 tons of LW fish per 24 hrs.
     Crew of 27 when filleting and 24 when freezing H/G.
     Factory deck size is 550 m 2.
    The main conclusions are that the energy demand for situation A is 570,9 kW and in situation B the demand is 409,9 kW. To maximize the quality if the fish it is proposed to have an electrical stunner to immobilize the fish before heading, 3 headers, one water cutter and RSW cooling and a freezing capacity of 108 tons per 24 hrs.
    Keywords: Energy, demand, trawler, quality, processing

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 10.6.2027.
Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritger_DG_Final.pdf894.5 kBLokaður til...10.06.2027HeildartextiPDF