is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2523

Titill: 
  • Karl í krapinu: Birtingarmyndir kyns og kyngervis í orðræðum presta um Krist
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á eigindlegri rannsókn sem gerð var meðal presta í íslensku þjóðkirkjunni. Þátttakendur í rannsókninni voru tólf prestar, sex karlprestar og sex kvenprestar sem gegna embættum sóknarpresta, presta og sérþjónustupresta á höfuðborgarsvæðinu. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru í fyrsta lagi að kanna birtingarmyndir kyngervis í orðræðum prestanna um Krist. Eins hvort greina megi á orðræðum þeirra kynbundinn mun eða mun eftir guðfræðilegri afstöðu. Í öðru lagi að varpa ljósi á viðhorf til kvengerðar Krists, hvort þau viðhorf séu kynbundin eða háð guðfræðilegri afstöðu. Í þriðja lagi hvort karlgerður guðdómum þyki hafa áhrif á valdatengsl kynjanna innan kirkjunnar. Rannsóknin er póststrúktúralísk, kynjafræðileg og guðfræðileg.Viðmælendur voru valdir með markvissu úrtaki, gagna var aflað með opnum viðtölum og þau greind með orðræðugreiningu. Meginniðurstöður voru að viðteknar karlmennskuhugmyndir voru ríkjandi í orðræðum prestanna um Krist. Þrástefin í orðræðum þeirra lutu að yfirráðum, stjórnun, líkamlegum styrk, hörku, seiglu og fúsleika til að stofna líkama sínum og lífi í hættu. Þessi orðræða var ríkjandi hjá báðum kynjum og ekki var hægt að greina mun eftir guðfræðilegum áherslum þeirra. Þá lýstu nokkrir prestar Kristi sem jafnréttissinna og „mjúkum manni.“ Leitt er líkum að því að orðræðan um líkamlegan styrk og hörku Krists sé viðbragð við að Kristi séu eignaðir mýkri eiginleikar. Markmið hennar sé að standa vörð um karlmennsku hans og hið karllæga viðmið kristindómsins. Það má einnig sjá á afgerandi andstöðu prestanna gegn því að Kristur sé kvengerður og því hvernig þau jaðarsetja kvenleikann í orðræðunni um Krist. Greina mátti mun á viðhorfum prestanna til valdatengsla kynjanna innan íslensku þjóðkirkjunnar eftir guðfræðilegum áherslum þeirra. Fylgni var milli karlhyggju og þess að prestar tileinkuðu sér viðtekna orðræðu kristinnar hefðar. Kynjamisrétti innan kirkjunnar brann aftur á móti heitast á kvenprestum sem voru í andófi gegn viðtekinni orðræðu kristinnar hefðar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
krapinu_fixed.pdf820.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna