EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2524

Title
is

Þróun og þjálfun starfsmanna í straumlínustjórnun

Abstract
is

Markmiðið með rannsókninni er að skoða íslensk fyrirtæki sem hafa innleitt hugmyndaog aðferðafræði straumlínustjórnunar (e. Lean Thinking). Rannsakandinn setti upp fjórar rannsóknarspurningar: Hvaða kröfur gerir straumlínustjórnun um þróun og þjálfun
starfsmanna? Eru fyrirtækin sem nýta sér straumlínustjórnun að uppfylla kröfur hennar
um þróun og þjálfun starfsmanna? Hvaða áhrif hefur straumlínustjórnun á starfsánægju
og árangur starfsmanna fyrirtækjanna og hvernig falla fyrirtækin að líkani Kearns um
þróun og þjálfun?
Rannsóknin er unnin með eigindlegri aðferðafræði. Valin voru þrjú fyrirtæki sem hafa nú þegar innleitt straumlínustjórnun: Framleiðslufyrirtæki, sölu- og
innflutningsfyrirtæki og þjónustufyrirtæki. Byrjað var að taka viðtöl við einstaklinga
sem eru lykilmenn við straumlínustjórnun og lykilmennirnir bentu svo á tvo aðra sem
væru álitlegir, einskonar veltiúrtak (e. Snowball).
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að gerðar eru miklar kröfur um þróun og
þjálfun starfsmanna í fræðum straumlínustjórnunar svo hún megi virka innan
fyrirtækisins og skila ávinningi fyrir það. Þjálfun starfsmanna var misjöfn eftir því
hvað fyrirtækin gáfu sér langan innleiðingartíma. Fræðin segja að vandað
innleiðingarferli með stöðugri þjálfun skili sér örugglega með tímanum í bættum
árangri fyrirtækisins. Það kom einnig fram á mælingum og mati fyrirtækjanna sjálfra
að verið er að nota verkfæri straumlínustjórnunar á réttan máta. Fyrirtækin hafa öll skilað einhverjum árangri, eins og hagræðingu í rekstri og styttri afhendingartíma á vöru, bættri þjónustu og betri starfsanda. Starfsánægja var sérstaklega skoðuð í rannsókninni og kom í ljós að starfsmenn sem rannsakandi talaði við sögðust ánægðari með vinnustaði sína eftir innleiðinguna og vera með opnari huga. Það má samt spyrja sig hvort starfsánægja hafi aukist við innleiðingu eða vegna þess að starfsmenn fengu viðunandi þjálfun á verkfærum straumlínustjórnunar. Allir verkferlar voru betur skipulagðir, hópavinna skapaði það að starfsmenn fóru að kynnast betur og vissu hvað samstarfsaðilar sínir voru að gera. Rannsakandinn telur að allt þetta hafi áhrif, þetta er eins og ein keðja og enginn hlekkur má slitna til að hlutirnir verki saman. Í fræðum straumlínustjórnunar og þjálfunar og starfsþróunar eru allir sammála um að þjálfun sé nauðsynleg í einhverju formi til að skapa þróun og hæfni innan fyrirtækisins.
Niðurstöðurnar gefa ákveðnar vísbendingar sem er einungis hægt að skoða út frá
þessum fyrirtækjum og ekki hægt að yfirfæra á önnur fyrirtæki sem hafa
straumlínustjórnun innan veggja. Niðurstöðurnar sýna að gerðar eru kröfur um þróun og þjálfun innan straumlínustjórnunar, fyrirtækin eru að vinna með verkfæri
stefnumiðaðrar þróunar og þjálfunar starfsmanna, starfsánægja hefur aukist og út frá líkani Kearns greinir rannsakandi þau á stigi 3. Þá er hægt að segja að þessi fyrirtæki séu lærdómsfyrirtæki og leggi mikla áherslu á að finna lausnir, stöðuga miðlun þekkingar og þróun og þjálfun starfsmanna.

Accepted
08/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
þróun09_fixed.pdf742KBOpen Complete Text PDF View/Open