is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2527

Titill: 
  • Lögleiðing kannabisefna. Hagfræðileg greining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Svokallaður fíkniefnavandi virðist fara vaxandi með ári hverju þrátt fyrir aukin útgjöld stjórnvalda til fíkniefnaeftirlits. Þetta tvennt; mikill kostnaður og lítill árangur, gefur til kynna að þörf sé á breyttum aðferðum í baráttunni gegn fíkniefnum. Lengi hefur verið deilt um hvort leyfa eigi viðskipti og neyslu kannabisefna. Í þessari rannsókn er leitast við að skoða málið frá sjónarhorni hagfræðinnar.
    Sýnt er fram á að fíkn getur verið fullkomlega rökrænn valkostur frá sjónarhorni einstaklingsins. Sýnt er að bann á fíkniefnum minnkar framboð þeirra en hækkar auk þess verð þeirra sem ýtt getur undir afbrot tengd fíkniefnum. Fræðsla um skaðsemi fíkniefna virðist vera vænlegri leið til að minnka fíkniefnanotkun en hún hefur áhrif á eftirspurn fíkniefna. Kynnt eru þrjú möguleg tengsl á milli neyslu kannabisefna og neyslu sterkari ólöglegra fíkniefna. Erfitt er þó að fullyrða um hver tengslanna eru réttust. Áætluð fjölgun einstaklinga sem myndu prófa kannabisefni yrðu þau lögleidd reynist vera 3,87%. Röðuð probit aðferð leiðir í ljós að það yrðu helst ungir, efnalitlir en menntaðir karlkyns Reykvíkingar sem líklegastir væru til að prófa kannabisefni væru þau lögleidd.
    Af þessari athugun er ekki unnt að draga sæmilega ótvíræða niðurstöðu. Margt bendir til þess að það kunni að vera þjóðhagslega hagkvæmt að leyfa sölu og notkun kannabisefna. Slíkt kann þó að hafa hugsanlegar kostnaðarlegar afleiðingar sem ekki eru rannsakaðar í þessari ritgerð. Því er eðlilegt að stjórnvöld taki það til skoðunar hvort lögleiðing kannabisefna kunni að vera hagkvæmari þjóðfélagslega séð heldur en núgildandi bann.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnieG_fixed.pdf545.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna