is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25295

Titill: 
  • Mexíkó '68 og Lance Wyman : sjónrænt útlit og hönnun Ólympíuleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ólympíuleikarnir 1968 voru haldnir í Mexíkóborg. Sjónrænt útlit leikanna hefur vakið athygli allar götur síðan en mesta heiðurinn að því á grafíski hönnuðurinn og Bandaríkjamaðurinn Lance Wyman. Í þessari ritgerð er unnið er út frá viðtali sem höfundur við Wyman og heimildum um hönnun hans og sjónræna hönnun Ólympíuleikanna. Farið er í hönnunarferlið – hvernig það upphófst og þróaðist – og hvernig hið sjónræna útlit endurspeglar Mexíkó á þeim tíma, handverksarf frumbyggja landsins sem og Op art senuna sem var að ryðja sér til rúms upp úr 1960. Skoðað verður hvað var hannað fyrir leikana líkt og letur, leiðarkerfi og táknmyndir. Myndmálið er þá einnig skoðað, heildarútlit og innblástur. Í upphafi er fjallað um Ólympíuleikana og Ólympíumerkið, þá eru Ólympíuleikarnir í Mexíkó skoðaðir sérstaklega út frá sjónarhorni grafískrar hönnunar. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburður samtímans og þar af leiðandi er hönnunarferlið í kringum þá gríðarlega mikið, langt og áhugavert, þar sem leitast er við að fá bestu hönnuðina, arkítektana og listamennina til að vinna að útliti leikana. Ólympíuleikarnir endurspegla því tíðaranda hverrar stundar og það á ekki síst við um hönnun. Lance Wyman er einn af þekktustu hönnuðum Ólympíuleika og áhrifa hans gætir enn þann dag í dag.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlafurThor_BA_Ritgerd_2015_Loka.pdf3.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna