is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25302

Titill: 
  • Skipulag miðbæjarins á Akureyri : hvernig skipulag hefur haft áhrif á ásýnd og uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um skipulag miðbæjarins á Akureyri og hvernig ásýnd bæjarins hefur myndast með tíð og tíma í gegnum hin fjölmörgu skipulög sem unnin hafa verið um miðbæinn. Fjallað er stuttlega um eðli miðbæja og miðborga almennt. Eins eru skoðaðar kenningar úr borgar- og skipulagsfræði um hvernig sé ákjósanlegt að hanna og móta borgarrými. Skipulagssaga miðbæjarins á Akureyri er síðan rakin allt frá því að byggð hófst og fram til dagsins í dag og þess skipulags sem nú er í gildi. Hvert skipulag, hvort sem um ræðir deiliskipulag fyrir miðbæinn eða aðalskipulag bæjarins í heild, er skoðað og farið í áherslur og framtíðarsýn þeirra sem koma að miðbænum. Skoðað er hvernig miðbærinn leit út á þeim tíma sem skipulagsvinnan stóð yfir, hverjar áætlanir voru um uppbyggingu og hverju þótti mikilvægt að breyta hverju sinni. Einnig er skoðað hvað var byggt, hvaða hugmyndir urðu að veruleika og hverjar ekki og hvernig það hefur haft áhrif á ásýnd miðbæjarins. Einnig er farið í tillögur að deiliskipulögum sem ekki voru samþykktar og hvernig þær hefðu getað breytt ásýnd miðbæjarins. Að lokum er ásýnd miðbæjarins í dag og framtíðarhorfur hans skoðaðar. Ritgerðin er byggð á sagnfræðilegum heimildum um Akureyri, aðalskipulögum Akureyrar, deiliskipulögum og skipulagstillögum um miðbæinn.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SkipulagAkureyriBA.pdf2.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna