is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25319

Titill: 
  • And-kapítalísk hönnun : hönnun byggð á hugsjón
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður hönnun rannsökuð út frá söluvörunni (e. commodity). Söluvara er algengasta birtingarmynd hönnunar í samtímanum, sem er algjör þversögn við orðræðu í hönnunarheiminn; sem staðhæfir reglulega að tími vörunnar sé liðinn. Með því að rýna í söluvöruna út frá skrifum Karl Marx - sem er einna fyrstur til að greina hana í þaula – rennur upp fyrir manni hversu rótgróin skaðleg gildi kapítalisma eru í samfélaginu. Söluvaran er sömuleiðis birtingarmynd kapítalískrar framleiðslu. Kapítalismi hefur náð heljartökum á samfélaginu og er hönnun ekki undanskilin. Hönnuðir treystir á kapítalíska framleiðslu við gerð hönnunarvarnings og kapítalismi treystir á samskonar ferli við auðæfa sköpun.
    Á 21.öldinni hefur varla farið framhjá neinum að ekki allir hægnist á ráðandi hagkerfi; sumir græða á tá og fingri á meðan aðrir fá lítið fyrir sinn snúð, en kapítalísk framleiðsla hefur ekki síður verið gagnrýnd fyrir ósjálfbærar framleiðsluaðferðir sem skaða auðlindir jarðar.
    Í ljósi þeirra slæmu áhrifa sem kapítalismi hefur á hönnun og samfélag hefur borið á því í auknum mæli að hönnuðir leiti nýrra leiða; til að stýra samfélaginu á betri stað. Farið verður yfir dæmi þess sem ég kalla and-kapítalíska hönnun; hönnunarstefnur á borð við frjálsa-hönnun (e. open-source) sem hafna viðteknum gildum kapítalisma og möguleika reyna að skapa tækifæri til að umbreyta samfélaglegum raunveruleika.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERD BJORN.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna