is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25325

Titill: 
  • Kjólföt : endalok eða nýtt upphaf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við notum gjarnan föt til þess að aðgreina okkur frá öðrum. Um leið er fatnaður ákveðið stjórnunartæki sem skipar okkur í sérstaka hópa sem við getum með fötum sýnt að við erum hluti af.
    Kjólföt eru dæmi um föt sem hafa margvíslega merkingu. Markmið þessara ritgerðar er að varpa ljósi á það, hvernig kjófötin urðu til og hvernig ákveðin þróun hefur verið á útliti þeirra. Einnig tek ég fyrir hvernig almenn notkun þeirra, eins og hún var upphaflega, er að miklu leyti að fjara út. Í ritgerðinni skoða ég einnig hvernig kjólfötin hafa þróast með tilliti til annarra tískustrauma og hvort að kjólföt fylgi sömu stefnubreytingum og annarskonar fatnaður.
    Síðastliðin tvöhundruð ár hafa kjólföt að miklu leyti haft sess sem tákngervingur valds og fyrirmennsku.
    En af hverju urðu kjólföt sá fatnaður sem mektarmenn síðustu árhundruð völdu sér að klæðast? Hér er leitast við að svara þeirri spurningu með því að skoða hönnun þeirra, snið og form og hvað það er sem gerir þau jafn klæðileg og almennt er álitið. Einnig er rýnt í þróun þeirra, og hvernig sumt þar er háð tilviljunun og annað er háð kröfunni um meiri þægindi.
    Hvað ber framtíðin í skauti sér? Munu kjólföt deyja út og smókinginn á endanum taka yfir? Eða munu kjólföt verða innblástur fyrir fatahönnuði og/eða endurhönnuð af fatahönnuðum? Ritgerðin mun taka dæmi um hönnuði sem notað hafa kjólföt sem innblástur í hönnun sína eða hafa endurhannað þau í hönnun sinni.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-_Guðrún_Helga_Lhí.pdf318.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna