is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25344

Titill: 
  • Sparnaður á Íslandi: orsakasamband við hagvöxt og áhrif hagvaxtar á sparnað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um sparnað á Íslandi og tengsl hans við hagvöxt landsins. Til þess að rannsaka tengsl sparnaðar og hagvaxtar á Íslandi voru gögn þjóðhagslegs sparnaðar frá 1980-2014 rannsökuð með orsakatengslaprófi Grangers (Granger causality test). Til viðbótar var gerð tilraun á því hvaða áhrif hagvöxtur hefur á sparnað einstaklinga. Þátttakendum tilraunar var annað hvort komið inn í aðstæður mikils hagvaxtar eða lítils eða neikvæðs hagvaxtar með því formi að þau lásu formála sem lýsti öðrum hvorum þessara aðstæðna. Í kjölfarið svöruðu þátttakendur svo spurningalista með tilliti til formálans. Þessi tilraun var gerð á tveimur hópum, annars vegar starfsmönnum í viðskiptaumsjón hjá Arion banka og hins vegar viðskiptafræði-nemum við Háskólann í Reykjavík (HR).
    Niðurstöður orsakatengslaprófs Grangers leiddu meðal annars í ljós einátta samband milli hagvaxtar og sparnaðar, þar sem orsökin runnu frá hagvexti yfir í sparnað, en í slíkum tilvikum er sagt að hagvöxtur Granger-valdi sparnaði. Niðurstöður tilraunar styðja svo við þessa rannsókn að því leyti að mismunandi hagvöxtur hafði áhrif á svör þátttakenda, en þó með ólíkum hætti. Viðskiptafræðinemar við HR myndu spara meira við lítinn eða neikvæðan hagvöxt heldur en mikinn hagvöxt. Hins vegar myndu starfsmenn í viðskiptaumsjón Arion banka spara meira við mikinn hagvöxt heldur en við lítinn eða neikvæðan hagvöxt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru því ólíkar fyrir rannsakaða hópa. Þrátt fyrir þetta misræmi milli hópa þá sýna niðurstöður rannsóknar í heild sinni, að stig hagvaxtar breytir því hversu mikið Íslendingar spara bæði hvað varðar fjárhæð sparnaðar og hlutfall sparnaðar af tekjum.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sparnaður á Íslandi - Andri Þór.pdf914.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna