is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25352

Titill: 
  • En þori ég, vil ég, get ég? : já ég þori, get og vil!
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um nokkur verka minna, sem öll hafa verið sýnd síðastliðin tvö ár. Ég ræði hugmyndir, sem liggja að baki verkanna, val á efnivið, útfærslu og rek vinnuferil. Ég fjalla um þau fræði, sem hafa kveikt áhuga minn og vakið hugmyndir og segi frá þeim listamönnum sem hafa veitt mér innblástur í þessari listsköpun minni. Þar sem öll verkin tengjast á einn eða annan hátt leitast ég við að draga fram þær hugmyndir og fræði sem varpa ljósi á þessar tengingar. Ritgerðin skiptist í tvo hluta, annars vegar hvernig listaverkinu er beitt til að ögra áhorfendanum og hvernig ég ögra sjálfsvitund minni, með því að þverbrjóta hugmyndir um siðfræði náttúrunnar og nota þá aðferð til ádeilu. Hins vegar eru þvinganir og höft megin umræðuefni seinni hluta ritgerðar. Þar er þvingun, fyrirfram ákveðin form og höft notuð til að vekja tilfinningu og umræðu um hefðir, skorður og misrétti þjóðfélagsins sem í þessum verkum beinist einkum að konum. Í þessum seinni verkum er líkami minn og vísanir í gjörning notuð í vekunum til að auka upplifun af þvingun, höftum og erfiðleikum við að brjótast undan hefðum samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKALOKA+.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna