is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25354

Titill: 
  • Hið líkamlega : drungi, dulúð og óþægindi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkaminn og manneskjan eru helsta kveikja minna verka og þá í miklum tengslum við femínískar hugmyndir. Í verkum mínum velti ég fyrir mér kyni, kynferði og kynhneigð. Hvað er kyn? Er ég kona vegna þess að ég er með píku og brjóst? Ef svarið er já, hverju er ætlast til af mér frá samfélaginu? Ef svarið er nei, hvernig skilgreinum við kyn? Eru bara til tvö kyn? Ég velti fyrir mér kynhneigð og minni upplifun af henni. Ég vinn með sjálfan mannslíkamann. Skoða og rannsaka hann í gengum málverkið og skúlptúrverk. Ég teygi hann, brengla og útfæri verkin í þeim tilgangi að fanga drunga, dulúð og óþægindi. Því reyni ég svo að skila til áhorfanda. Það geri ég með þeim efnum, litum og áferðum sem ég nota í verkunum. Ég fer nær, skoða húð, hár og bein. Ég velti fyrir mér upplifunum annarra og mínum eigin á tilverunni. Ég nýtti mér listræna tjáningu sem leið til þess að vinna úr því sem á hug minn að hverju sinni. Ég skoða nokkra af þeim listmönnum sem hafa haft áhrif á mín verk og hvernig ég vinn. Ég skoða mig og mín verk í samanburði við þeirra í þeim tilgangi að gera betur grein fyrir eigin verkum.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA ÚTGÁFA BA RITGERÐ 2016 PDF.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna