is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25355

Titill: 
  • Áhorfandinn eða sitjandinn : við landamæri listar og hönnunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um snertifleti, samspil og andstæður í myndlist og hönnun, um möguleika formsins og samband listaverka og áhorfenda.
    Í fyrsta hluta verður fjallað um eiginleika efnis og áhrifamátt lóðréttra og láréttra lína í tengslum við verkið Innviði. Í öðrum hluta um verkið Tank, þáttöku áhorfandans og hvernig listamaðurinn Franz West hafnaði hefðbundnu sambandi á milli listaverka sinna og áhorfenda. Einnig verður fjallað um tvöfalda skynjun útfrá verkum listakonunnar Racheal Whiteread og líkindi í verkum hennar og verkum listamanna minimalismans. Rætt verður um skoðanir hönnuðarins Norman Potters, prófessorsins Kees Dorst og listgagnrýnandans Rick Poynor, á því hver takmörk listarinnar séu annarsvegar og hver takmörk hönnunar séu hinsvegar. Síðan verða verkinu Hlutað niður gerð skil, í tengslum við þennan samruna listar og hönnunar. Í þriðja hluta verða könnuð áhrif frá listamanninum Jóni Gunnari Árnasyni, kenningar hans um orku formsins og að notagildi hluta liggi meðal annars í fegurð þeirra. Þessar kenningar Jóns Gunnars verða skoðaðar í tengslum við verkið Þetta varð það. Að lokum verður hönnun Ron Arads tekin fyrir og hvernig húsgögn hans teygja sig í átt að landamærum listarinnar.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA+ritgerðáhorfandinn.compressed.pdf700.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna