is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25380

Titill: 
  • Samfélagsleikhús með hælisleitendum : ákvarðanir um siðferði og fagurfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með þessari ritgerð er leitast svara við því hvernig listamaður sem hefur áhuga á að vinna með jaðarhópum eins og hælisleitendum tekur ákvarðanir varðandi fagurfræði og siðferðislega afstöðu með sviðslistaverki sínu og hvort það sé eitthvað sem beri að varast.
    Í ritgerðinni er fjallað um samfélagsleikhús sem unnið er með samfélagshópum eins og hælisleitendum. Hugtökin siðferði og fagurfræði í sviðslistum eru útskýrð stuttlega og höfð til hliðsjónar þegar evrópsk fordæmi sem unnin eru með hælisleitendum eru tekin til umfjöllunar. Fordæmin eru verkið Foreigners Out! eftir Cristoph Schlingensief sem sett var upp í Austurríki árið 2000 og verkefnið Good Chance sem sett var upp í Calais í Fraklandi í október 2015. Fókusinn er síðan færður yfir á íslenska leikstjóra sem hafa sett upp sýningar með hælisleitendum hérlendis.
    Ritgerðinni er skipt upp í þrjá kafla. Í fyrsta kafla er fjallað um kenningar og fræðimenn sem stuðst er við og hugtakið samfélagsleikhús útskýrt stuttlega. Þar á eftir er hugtökunum siðferði og fagurfræði í sviðslistum gerð skil. Í öðrum kafla er stuttlega gert grein fyrir verkinu Foreigners Out! og vinnu leikhópsins Good Chance og fjallað um siðferðislegar og fagurfræðilegar áherslur innan verkanna. Í þriðja og síðasta kaflanum er sjónum beint að þeim fagurfræði- og siðferðislegu ákvörðunum sem Marta og Rúnar stóðu frammi fyrir og reynt að varpa ljósi á eðli verka þeirra í samanburði við verkin Foreigners Out! og Good Chance. Að lokum er efni ritgerðarinnar dregið saman í lokakafla ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Samfélagsleikhús með hælisleitendum - Andrea Elín Vilhjálmsdóttir.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna