is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25387

Titill: 
  • Áhrif vöruinnsetninga á vörumerkjavirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrif vöruinnsetninga í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á vörumerkjavirði. Fjallað verður um uppsetningu viðskiptavinagrundaðs vörumerkjavirðis og rannsökuð nánar vitund, ímynd og tryggð vörumerkja og hvaða þætti þarf að huga að við uppbyggingu vörumerkjavirðis. Þessi fræðilega umfjöllun er byggð á hugmyndafræði fræðimannsins Kevin Lane Keller. Þar að auki verður sett fram skilgreining vöruinnsetningar, birtingarform, saga og þróun, hvað hefur gefið góða raun og einnig hvað þarf að varast til þess að ná sem mestum ávinningi með þessari kynningarleið.
    Í ritgerðinni er fjallað um tvær rannsóknir sem voru framkvæmdar. Annars vegar eigindleg rannsókn þar sem að tvö einstaklingsviðtöl voru tekin við aðila sem gátu veitt dýpri innsýn í viðfangsefnið. Hins vegar megindleg rannsókn þar sem sett var fram spurningakönnun til þess að fræðast um áhrif vöruinnsetninga meðal almennings.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að vöruinnsetning getur haft mikil áhrif á vörumerkjavirði en þau áhrif geta bæði verið neikvæð og jákvæð. Ef að fyrirtæki sjá til þess að vöruinnseting sé vönduð og sérstaklega sé gætt að því að koma á framfæri þeirri staðfærslu um vörumerkið sem fyrirtækið sækist eftir, þá getur þessi kynningarleið haft gríðarlega jákvæð áhrif á vörumerkjavirði.
    Lykilorð: vörumerkjavirði, vörumerkjavitund, ímynd vörumerkja, vörumerkisauðkenni, samval söluráðanna, tengingar annarra, vöruinnsetning, staðfærsla.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif vöruinnsetninga á vörumerkjavirði.pdf877.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna