is Íslenska en English

Skýrsla

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Verkefni til BA-gráðu - greiningar / BA projects - analyses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25393

Titill: 
  • Húsverk : hústónlist á Íslandi 1988–2016
Útgáfa: 
  • Júní 2016
Útdráttur: 
  • Hústónlist hefur tekist að festa sig í sessi á Íslandi – þá sérstaklega á skemmtistöðum Reykjavíkur. Hústónlist er taktföst danstónlist sem er bein afleiða frá diskótónlistinni. Þessi tegund af tónlist varð til á níunda áratugnum í Chicago og er nafnið „House“ tekið frá skemmtistaðnum The Warehouse. Starfsmenn plötubúða voru spurðir „hvar finn ég hústónlistina?“, þá var fólk að tala tónlist sem var spiluð á Warehouse klúbbnum.
    Hönnun hefur alltaf verið stór partur af tónlistinni t.d. plaköt, dreifimiðar og plötuumslög. Áhugavert er að bera saman útlit útgáfna á 
tíunda áratugnum og í dag. Lítið hefur breyst. 
Nú eru sterkar vísanir í hönnun tíunda áratugarins með lo-fi grafík, en merki tækniþróunar eru augljós. Alltaf er haldið sterkt í það handgerða, hand-stimplaðir miðar eru t.d. stór partur af einkennum vinýlútgáfna í dag. 
Í þessu verki er litið til einkenna hústónlistarinnar – hvatningin til að gera allt upp á sitt einsdæmi. Það viðhorf þykir mér mjög heillandi og í gegnum árin hefur það einkennt mitt vinnuferli. Þeir sem hafa verið í þessari senu finna það fljótt að það gerist ekki neitt nema maður geri allt sjálfur.
    Bókin Húsverk fjallar um hústónlist á Íslandi 
og fólkið sem lifir og hrærist
    í hústónlistarsenunni. Saga hústónlistar á Íslandi hefur hingað til ekki verið skráð niður með markvissum hætti. Tilgangur ritsins er ekki að fjalla um allt sem kemur hústónlist við heldur að gefa sagnfræðingum framtíðarinnar og tónlistarunnendum innsýn inn í heim íslenskrar hústónlistar – ástríðuna og þrautseigjuna sem einkennt hefur senuna. Í byrjun bókarinnar er stutt kynning á tilurð hústónlistarinnar og þróun hennar á upphafsárunum. Stiklað er á stóru, enda er um að ræða flókna og viðamikla sögu sem spannar nú þrjá áratugi. Skoðað er hvernig þróunin á þessu tónlistarformi átti sér stað, hvernig hún náði að festa rætur í Evrópu og koma þaðan til Íslands.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónbjörn Finnbogason_Húsverk.pdf5.5 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna