is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25439

Titill: 
  • Hafa háskólanemendur nógu gott fjármálalæsi til að geta án vandkvæða tekið húsnæðislán?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Megintilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort háskólanemendur á Íslandi séu yfir höfuð með nógu mikinn skilning á fjármálum og fjármálatengdum ákvörðunum til þess að taka húsnæðislán og hveru mikill hluti þeirra hefur nú þegar tekið húsnæðislán. Rannsóknin var framkvæmd vorið 2016. Þar sem úrtakið átti að endurspegla háskólanemendur á Íslandi var ákveðið að taka Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri fyrir þar sem þeir eru stærstu háskólar landsins og talið var að þeir gætu endurspeglað alla háskólanemendur á Íslandi vel. Könnunin var lögð fyrir nemendur í þessum skólum bæði í grunn- og framhaldsnámi. Kannað var fjármálalæsi háskólanemenda með raundæmi í sambandi við húsnæðislán og skoðað hvort fjármálalæsi væri misjafnt eftir grunnbreytum líkt og kyni, aldri, háskóla og hvaða deild þátttakendur stunduðu nám við. Einnig var skoðað hvaða hópar háskólanemenda væru líklegastir til að taka húsnæðislán, það var kannað eftir sömu frumbreytum og einnig borið saman við hvort nemendur hefðu tekið námslán. Rannsóknin leiddi í ljós að fjármálalæsi karla væri almennt betra en kvenna þó ekki væri marktækur munur þar á milli, einnig var fjármálalæsi þátttakenda hærra eftir því sem þátttakendur voru eldri.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Karitas.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna