is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25504

Titill: 
  • Samspil samkeppnis-og búvörulaga, með sérstakri áherslu á sauðfjár-og nautgriparækt, ásamt ágripi af fyrirhuguðum breytingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar er að leitast við að skýra samspil samkeppnis-og búvörlaga með áherslu á sauðfjár-og nautgriparækt, ásamt léttu ágripi af fyrirhuguðum breytingum og vangaveltum höfundar þeim tengdum. Almennum reglum sem gilda hvað túlkun almennra laga og sérlaga verða gerð skil, auk þess sem helstu samkeppnishömlur landbúnaðarmarkaðarins verða raktar. Þar að auki verður fjallað um þær reglur sem gilda innan samkeppnismarkaðar, þá verður sérstök áhersla lögð á þær reglur samkeppnislaganna er varða ólögmætt samráð fyrirtækja, misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samruna fyrirtækja, auk þeirra skyldna sem fylgja í aðdraganda sameiningar fyrirtækja. Undantekningar samkeppnis- og búvörulaganna, sem til staðar eru varðandi ofangreint verða skýrðar, og fjallað um túlkun ofangreindra laga þegar þau stangast á. Af framkvæmd yfirvalda má sjá að búvörulögin eru túlkuð sem sérlög, samkvæmt almennri venju, gagnvart samkeppnislögunum. Ekki er framkvæmdin skýr hvað varðar þær kröfur sem gerðar eru til sérlaga svo að þau séu túlkuð framar almennum lögum. Auk þess er ágrip af fyrirhuguðum breytingum til staðar undir lok verksins, þar sem þeim samkeppnisréttarlegu álitaefnum er vekja áhuga höfundar verða gerð skil eftir fremsta megni. Þar má nefna í dæmaskyni þá markaðsherferð sem sauðfjárbændur hafa nú þegar hafið, þar sem stéttin tekur sig saman og markaðssetur sauðfjárafurðir undir sama merki og hvort sú háttsemi standist samkeppnislög.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis aims to acknowlegde the reader of the main sources of the icelandic competition law and the law of agriculture. The main subject is to explain the interaction between the laws, with the focus on farmers as a producer as well as prosessing centers. The aim of the thesis is on the agriculture criteria as well as the main paragraphs of the icelandic competition law, and how they interperade together. The main paragraphs are found in tenth, eleventh and seventeenth paragraph of the competition law. They discuss illegal consultation, abuse of dominant position and mergers. The main restrictions of competition in the market mentioned above will be tackled. When the implementation of the icelandic competition authority is looked into, it is not always clear what criteria overlaps another. When this is looked into from the rule of lex specialis, it‘s not clear what authority requires of the criteria to apply lex specialis. A short abstract of proposed changes will be found at the end of the thesis along with authors speculations related to them.

Samþykkt: 
  • 29.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ragnhildur-Eva.pdf818.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna