is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25510

Titill: 
  • Reglur samningalaga um ósanngjarna skilmála í stöðluðum neytendasamningum og áhrif tilskipunar nr. 93/13/EBE á íslenskan rétt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru reglur 36. gr. a–d samningalaga og tilskipunar 93/13/EBE um ósanngjarna skilmála í stöðluðum neytendasamningum teknar til skoðunar auk þess sem varpað er ljósi á áhrif þeirra á íslenskan samningarétt. Fjallað er almennt um íslenskan, norrænan og evrópskan samningarétt auk þess sem rætt er um uppruna og sjónarmið að baki reglum um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Einnig er fjallað um markmið og helstu ákvæði tilskipunar 93/13/EBE og inntak ákvæða 36. gr. a–d samningalaga. Rætt er um hlutverk Evrópudómstólsins og margþætt eðli evrópsks samningaréttar auk þess sem ítarlega er farið yfir úrlausnir Evrópudómstólsins til að varpa ljósi á hvaða áhrif reglur tilskipunar 93/13/EBE hafa, annars vegar á umfang og takmörk sanngirnismats íslenskra dómstóla og hins vegar skyldur þeirra til að tryggja þau réttaráhrif sem neytendum eru veitt á grundvelli tilskipunarinnar.
    Af úrlausnum Evrópudómstólsins má ráða að íslenskir dómstólar hafa vald til að leggja sjálfstætt mat á það hvort skilmáli neytendasamnings sé ósanngjarn. Hin almennra ógildingarregla 36. gr. samningalaga tekur tillit til flestra þeirra almennu viðmiða við sanngirnismat sem áskilin eru í tilskipuninni. Því erfitt að sjá að ákvæði hennar hafi nokkuð sjálfstætt gildi umfram 36. gr. samningalaga, enda hefur enn ekki fallið Hæstaréttardómur þar sem ákvæði 36. gr. a–d hafa ráðið úrslitum.
    Evrópudómstóllinn hefur lagt mikla áherslu á að tryggð séu þau réttaráhrif að ósanngjarnir skilmálar verði ekki bindandi fyrir neytendur. Íslenskum dómstólum ber þannig að eigin frumkvæði að skoða skilmála neytendasamninga í ljósi markmiða tilskipunarinnar og er jafnframt ekki heimilt að breyta innihaldi ósanngjarns skilmála. Þó virðist dómstólum við vissar aðstæður vera heimilt að ógilda ósanngjarnan skilmála og fylla síðan upp í samninginn með ákvæðum landslaga. Slíkt virðist vera heimilt að minnsta kosti þegar samningur getur ekki haldið sér án hins ósanngjarna skilmála með neikvæðum afleiðingum fyrir neytanda.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the provisions of Arts. 36 a–d in Act. no. 7/1936 on contracts, agency and void legal instruments which implemented the provisions of Directive 93/13/EC on unfair terms in consumer contracts. Seeking to answer how these provisions effect Icelandic contract law, an overview of the Icelandic, Nordic and European contract law is provided as well as an in-depth analysis of the background and contents of these provisions. This thesis also examines the multilevel nature of the European contract law and the role of the European Court of Justice (ECJ) and how its case law has clarified the meaning of Directive 93/13/EC regarding the general assessment of fairness in consumer contracts and the consequence of unfairness.
    The ECJ has recognised that its up to the national courts to assess fairness of a term and that different legal traditions in the member states could effect the national courts's fairness test. The Icelandic and Nordic courts have for decades relied on the general Art. 36 of Act no. 7/1936 to assess fairness in consumer contracts. As this general article provides at least the same consumer protection as the provisions of Directive 93/13/EC, the latter provisions seem not to have any effect on how the Icelandic courts assess fairness and, so far, the Arts. 36 a–d have not been solely applied by the Icelandic Supreme Court to adjust terms in consumer contracts and/or declare null and void unfair contract terms.
    Recent case law from the ECJ seem to indicate that unfair terms cannot be adjusted, but instead need to be declared invalid and not binding to the consumer. However, in certain circumstances can such an unfair term, after invalidation, be complemented with default rules from national contract law.

Samþykkt: 
  • 30.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ósanngjarnir skilmálar í neytendasamningum_ML ritgerð.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna