is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25518

Titill: 
  • Á að setja auknar reglur um skattaskjól?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast til við að svara spurningunni hvort það eigi að setja auknar reglur um skattaskjól? Til þess að svara þeirri spurningu verður fyrst farið yfir gildandi rétt á Íslandi. Skoðaðar verða þær reglur sem hafa verið settar um efnið og hvaða reglur hafa verið notaðar í framkvæmd skattayfirvalda. Þá verður lögð sérstök áhersla á tvo úrskurði yfirskattanefndar, í máli nr. 536/2012 og nr. 11/2010. Einnig verður skýrsla um umfang skattsvika á Íslandi 2004-2005 skoðuð. Út frá þessum hluta ritgerðarinnar er hægt að draga þá ályktun að réttarstaða aðila vegna notkunar skattaskjóla hafi verið frekar óljós fyrir lögfestingu CFC reglunnar árið 2009, sem er jafnframt eina reglan á Íslandi er varðar skattaskjól sérstaklega.
    Viðfangsefnið er ekki hægt að rannsaka út frá þröngri innlendri nálgun. Enda ber að hafa í huga að ef áætlun ríkja er að setja einhver alþjóðlegar skilvirkar reglur um efnið krefst slíkt nánari alþjóðlegri samvinnu en hefur áður tíðkast. Því verða skoðaðar stefnur og straumar alþjóðlegra stofnana og áhrifafólks á alþjóðlegu sviði en slík samvinna hefur aukist síðustu ár. Næst verða skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum skattaskjóla og tengslum þeirra við þróun heimsins í áttina að auknum ójöfnuði, þá aðallega tiltölulega nýútgefna skýrslu Oxfam An economy for the 1%.
    Þá verða skattaskjól að lokum skoðuð út frá kjarna málsins, greiðslu skatts og samfélagslegum skyldum einstaklingr. Verður þá lögð áhersla á kenningar Jeffrey Sachs úr bókinni Price of Civilzation.
    Þessi nálgun er valin til þess að skoða skattaskjól bæði í þrengra og víðara samhengi. Að lokum mun þeirri spurningu verða svarað hvort það eigi að setja auknar reglur um skattaskjól en svarið við þeirri spurningu hlýtur að velta á því hvernig samfélagi við viljum lifa í.

Samþykkt: 
  • 30.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa.pdf871.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna