is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25523

Titill: 
  • Bætur fyrir geðrænt tjón á grundvelli 4. og 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einn megintilgangur skaðabótareglna er að bæta tjónþola með fé það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Með setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 var lögfestur möguleiki til bóta fyrir geðrænt tjón. Hugtakið líkamstjón er skilgreint í frumvarpi laganna en í því felst bæði geðrænt tjón og tjón sem bundið er við líkamleg einkenni án þess að geðheilsa komi þar nærri (hér eftir tjón á líkama). Alkunna er að afleiðingar tjónsatburða eru ekki eingöngu bundnar við tjón á líkama heldur geta þær einnig verið geðrænar. Greiðsla bóta vegna geðræns tjóns skal vera í samræmi við skaðabótalög nr. 50/1993, bæði hvað varðar tímabundna og varanlega þætti eigi tjónþoli að vera eins settur fjárhagslega eftir tjónsatburð eins og tjón hefði ekki orðið. Þrátt fyrir að heimild til bóta fyrir geðrænt tjón sé fyrir hendi í skaðabótalögum virðist alls ekki algengt að tjónþolar krefjist bóta fyrir geðrænt tjón. Mat á miska er læknisfræðilegt mat og er það því í höndum lækna. Því er mikilvægt að þeir sem meta líkamstjón hafi sérfræðiþekkingu á afleiðingum þess tjóns sem metið er að hverju sinni. Þetta á við hvort sem um er að ræða geðrænt tjón eða tjón á líkama. Þetta er hins vegar ekki raunin því í framkvæmd hefur komið fyrir að læknar hafi staðið að mati á geðrænu tjóni án þess að hafa þá sérfræðiþekkingu sem þörf er á. Almennt séð hafa matsgerðir dómkvaddra matsmanna og matsgerðir læknar mikið vægi sem sönnunargagn á líkamstjóni fyrir dómi. Vægi skýrslna og matsgerða þeirra sérfræðinga sem meta geðrænt tjón er þó ekki augljóst í framkvæmd. Hvort sem mat á afleiðingum geðræns tjóns er gert á grundvelli 4. gr. eða 5. gr. skbl. þá eru regluverk og leiðbeiningar við slíkt mat takmarkaðar og ósamræmi í dómaframkvæmd á þessu sviði. Miskatöflu örorkunefndar skortir stöðluð viðmið fyrir mat á miska vegna geðræns tjóns, verður því að leita annað til að finna fordæmi. Að mati höfundar kæmi til álita að löggjafinn setti fram reglur eða leiðbeiningar um mat á geðrænu tjóni í skaðabótamálum, en slíkt gæti aukið samræmi og festu bæði í dómaframkvæmd og um framkvæmd mats á miska almennt. Kemur til álita að endurskoða miskatöflu örorkunefndar, svo að fyrir hendi séu stöðluð viðmið við mat á miska vegna geðræns tjóns, svo meira samræmi myndist um niðurstöður mats á slíkum miska.

  • Útdráttur er á ensku

    One of the main objectives of Icelandic Tort Law is to economically compensate claimants for damages suffered. With the introduction of the new Icelandic Tort Law 50/1993 the means of compensation for psychological trauma were legalized. The concept bodily harm is defined in the draft for Icelandic Tort law as including both psychological trauma and physical injuries. It is generally accepted that repercussions of an insurance event are not necessarily limited to physical injuries, but also psychological trauma. Compensation for psychological trauma suffered shall be made according to Tort Law, this includes both temporary and permanent trauma. Despite the legalization of means of compensation for psychological trauma in Tort Law it would appear that such claims are not common in Iceland. The evaluation of permanent impairment is done by a physician that evaluates medical impairment. It is of great importance that the physician executing the evaluations is specialized in the field of trauma that is to be evaluated, whether the injuries are psychological or physical. This has not always been the case in reality, in case law it has transpired that physicians who do not possess the necessary specialization have evaluated psychological trauma. In general evaluation reports appointed by the court weigh heavily as evidence in court. However, the relevance of evaluation reports made by psychiatrists and psychologists is not as obvious in case law. Whether evaluation for psychological trauma is the basis for a claim for damages based on §4 or §5 in the Icelandic Tort Law, the lack of instructions and guidelines regarding the execution of such an evaluation is evident. The Icelandic medical impairment table lacks listed ratings for evaluating permanent impairment caused by psychological trauma. With the aim of improving stability and accuracy in the process of evaluation, and therefore increasing harmony in case law, it is the author’s opinion that instructions or guidelines regarding the evaluation progress should be incorporated into laws or regulations. A revision of the Icelandic medical impairment table is highly recommended, in order to have standardized ratings listed the table. Alternatively, such actions could lead to increased harmony in Icelandic case law.

Samþykkt: 
  • 30.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bætur fyrir geðrænt tjón á grundvelli 4. og 5. gr. skaðabótalaga. (1) (1).pdf819.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna