is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25534

Titill: 
  • Vændi og vændislöggjöf - Refsistefna, lögleiðing og afglæpavæðing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um mismunandi stefnur og strauma þegar kemur að vændislöggjöf, allt frá hörðum refsistefnum yfir í lögleiðingu og afglæpavæðingu, bæði hér á landi sem og erlendis. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á inntak vændishugtaks 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, skoða aðrar útfærslur á löggjöf um vændi og að lokum gera tillögur að úrbótum.
    Til þess að ná fram þessum markmiðum, skoðaði höfundur dóma Hæstaréttar og héraðsdóms í vændiskaupamálum frá árinu 2009, þegar núgildandi ákvæði 1. mgr. 206. gr. hgl. tók gildi. Sérstök áhersla var lögð á að kanna hvort samræmi væri í dómaframkvæmd sem og hvernig mörk fullframins brots og tilraunarbrots væru túlkuð af Hæstarétti. Þá skoðaði höfundur einnig sænskan dóm um mörk fullframins brots og tilraunabrots og komst að þeirri niðurstöðu að túlkun Hæstaréttar er í samræmi við sænskan rétt, þó mörkin hafi verið túlkuð á annan hátt í einstaka héraðsdómum.
    Ríki hafa mismunandi nálgun á löggjöf í kringum vændi og skipti höfundur þeim nálgunum niður í þrjár leiðir, refsistefnuleið, lögleiðingarleið og afglæpavæðingarleið. Skoðaði höfundur árangur af mismunandi nálgunum í Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Nýja Sjálandi og notaði þær niðurstöður til þess að gera tillögur að úrbótum á íslensku vændislöggjöfinni.
    Þá kynnti höfundur einnig rannsóknir og umsagnir frá öðrum aðilum, svo sem Amnesty International, Global Alliance Against Trafficking in Women, Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni til þess að rýna betur í hvaða löggjafarkostir gefa besta niðurstöðu þegar horft er til heilbrigðis, betri og öruggari vinnuaðstæðna og áhrifa löggjafar á tíðni mansals.
    Kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að sænska leiðin sem gerir kaup vændis refsiverð og flokkast því sem refsistefna, sem og sú nýsjálenska sem afglæpavæðir háttsemi sem tengist vændi, hvort sem það eru kaup, sala eða aðkoma þriðja aðila, séu þær leiðir sem skila bestum árangri. Sænska leiðin fellur í flokk refsistefna en sú nýsjálenska í flokk stefna sem byggðar eru á afglæpavæðingu. Byggir höfundur því tillögur sínar um úrbætur bæði á sænsku leiðinni sem og upptöku þeirrar nýsjálensku.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this essay is the legal environment surrounding prostitution, both in Iceland and in other countries. The main goal of the essay is to shed light on the meaning of the word prostitution according to the 1st paragraph of article 206 in the Icelandic penal code, review other legislative approaches to prostitution and finally, if applicable, to propose changes to current legislation.
    To better understand the meaning of the word prostitution, the author reviewed judgements passed by the Supreme Court and district courts since passing of the current legislation regarding the purchase of sexual services in 2009. Special interest was put into researching if there was compliance between the interpretation of the Supreme Court and the district courts regarding the line between a fully committed crime, and an attempt, which the author found was not the case. Further research was put into viewing how Swedish courts interpret the same line, and it was found to be in line with the Supreme Court.
    Different states have different legislative approaches, and in this essay, they were split into three categories: Legalization, criminalization and decriminalization. Those different legislative approaches were researched and examples from Britain, Sweden, Germany, Netherlands and New Zealand were used for measurement.
    Documents and research from Amnesty International, Global Alliance Against Trafficking in Women, UN Human Rights Council and the World Health Organization were also taken into account.
    Having reviewed all of the above, the author found the approaches by New Zealand (decriminalization) and Sweden (criminalization) showed the best results so the author made his recommendations based on those two legislative approaches.

Athugasemdir: 
  • .
Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð Tilbúin.pdf851.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna